Hoppa yfir valmynd
11. september 2020 Heilbrigðisráðuneytið

Tími í sóttkví styttur úr 14 dögum í 7 með skimun í lok tímabilsins

Tími í sóttkví styttur úr 14 dögum í 7 með skimun í lok tímabilsins - myndMynd: Landspítali / Þorkell

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögu sóttvarnalæknis sem gerir fólki kleift að ljúka sóttkví á 7 dögum ef sannað er með sýnatöku í lok tímabilsins að engin merki séu um sýkingu af völdum COVID-19. Að sóttkví lokinni þurfa þessir einstaklingar að gæta vel að sóttvörnum og forðast samneyti við viðkvæma einstaklinga. Skipulag sýnatökunnar verður á hendi sóttvarnalæknis og er hlutaðeigandi einstaklingum að kostnaðarlausu. Breytingin á við um sóttvarnaráðstafanir innanlands en tekur ekki til komufarþega á landamærum.

Reglugerð heilbrigðisráðherra þessa efnis hefur verið send Stjórnartíðindum og tekur gildi við birtingu, mánudaginn 14. september. Gildistími reglugerðar nr. 800/2020 er jafnframt framlengdur til miðnættis aðfaranótt 6. október.

Í meðfylgjandi minnisblaði sóttvarnalæknis til heilbrigðisráðherra kemur fram að samkvæmt erlendum rannsóknum greinist COVID-19 veiran í nefkoki þeirra sem smitast af henni 2–3 dögum áður en einkenni koma í ljós. Hér á landi liggi fyrir að um helmingur smitaðra hafi fengið einkenni 5–6 dögum eftir smit og flestir innan 9–10 daga.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira