Hoppa yfir valmynd
25. september 2020 Heilbrigðisráðuneytið

COVID-19: Unnið að gagnkvæmri viðurkenningu vottorða milli Norðurlandaþjóða

  - myndMynd: Heilbrigðisráðuneyti

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að senda heilbrigðisráðherrum hinna Norðurlandaþjóðanna erindi með ósk um samstarf sem miði að því að taka upp gagnkvæma viðurkenningu vottorða vegna COVID-19. Markmiðið er að hægt verði að undanskilja einstaklinga frá kröfum á landamærum framvísi þeir viðurkenndu vottorði, t.d. um að þeir hafi sýkst af veirunni og séu ekki smitberar eða hafi myndað virkt mótefni gegn henni. Málið var kynnt á fundi ríkisstjórnar í dag.

Að mörgu er að huga varðandi öryggi mælinga og prófa og hvaða kröfur þurfi að gera svo fyllsta öryggis sé gætt. Sem stendur eru hér á landi einungis tekin gild íslensk vottorð þar sem staðfest hefur verið með PCR-prófi að einstaklingur hafi smitast af veirunni. Starfshópur heilbrigðisráðherra sem vinnur að gagnkvæmri viðurkenningu vottorða vinnur að því að koma á fyrirkomulagi sem gerir kleift að taka gild sambærileg erlend vottorð.

Hópurinn fylgist náið með þróun mála á vettvangi ESB þar sem niðurstöður hennar geta haft áhrif á framkvæmd landamæraaðgerða á Íslandi. Kominn er skriður á umræðu um gagnkvæma viðurkenningu vottorða sem vert er að taka þátt í.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira