Hoppa yfir valmynd
30. september 2020 Forsætisráðuneytið, Fjármála- og efnahagsráðuneytið, Mennta- og barnamálaráðuneytið, Innviðaráðuneytið, Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Heimurinn eftir COVID-19

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra - mynd

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, ræddi áskoranir heimsins í kjölfar kórónuveirufaraldursins, á rafrænu alþjóðlegu málþingi sem framtíðarnefnd Alþingis stóð fyrir í samstarfi við forsætisráðuneytið í morgun.  Smári McCarthy, þingmaður pírata og formaður framtíðarnefndar, stýrði málþinginu og flutti þar erindi ásamt fjölda þekktra erlendra fyrirlesara. Yfirskrift málþingsins var: Breytingar, áskoranir og tækifæri á ýmsum sviðum samfélagsins eftir COVID-19.

Forsætisráðherra ræddi mikilvægi þess að breytingarnar framundan gögnuðust öllum,

„Umrótið sem heimsfaraldurinn hefur valdið er gríðarlegt en um leið blasa við tækifæri til að gera grundvallarbreytingar á heimsvísu. Græn umskipti í iðnaði og ríkisrekstri eru möguleg. Það er mögulegt að tryggja að ávinningi fjórðu iðnbyltingarinnar verði skipt með jafnari og réttlátari hætti.“

Fyrirlesarar málþingsins fjölluðu um þær grundvallarbreytingar sem þarf að gera til að auka réttlæti og styrkja samfélagið til að fást við breytingarnar framundan. Aðrir fyrirlesarar voru þau Marina Gorbis, rithöfundur og framkvæmdastjóri Institute for the Future (IFTF), Jamie Susskind, lögfræðingur og höfundar bókarinnar Future Politics: Living Together in a World Transformed by Tech og Izabella Kaminska ritstjóri Alphaville hjá Financial Times. Fyrirlesarar voru sammála um mikilvægi þess að stjórnmálin takist á við langtímabreytingar með markvissri umfjöllun um málefni framtíðarinnar, til dæmis með framtíðarnefndum en framtíðarnefnd Alþingis tók til starfa á þessu kjörtímabili.

Hægt er að nálgast upptöku af málþinginu hér.

  • Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra á rafrænu málþingi - mynd

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

17. Samvinna um markmiðin
13. Aðgerðir í loftslagsmálum
9. Nýsköpun og uppbygging
3. Heilsa og vellíðan
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum