Hoppa yfir valmynd
30. september 2020 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

Jöfnunarsjóður bætir við 200 milljónum vegna þjónustu við fatlað fólk

Jöfnunarsjóður sveitarfélaga mun úthluta 200 milljónum krónum til viðbótar í ár vegna þjónustu við fatlað fólk. Viðbótarframlaginu er ætlað að koma til móts við aukinn kostnað þjónustusvæða vegna Covid-19.

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra samþykkti tillögu ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs um að úthluta sérstöku viðbótarframlagi, sem lögð var fram á fundi nefndarinnar 25. september síðastliðinn.

Úthlutunin byggir á gögnum sem safnað var frá þjónustusvæðum og er í samræmi við fyrirhugaða aðkomu Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga að vinnu viðbragðsteymis stjórnvalda um þjónustu við viðkvæma hópa.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira