Hoppa yfir valmynd
1. október 2020 Forsætisráðuneytið

Forsætisráðherra ávarpar afmælisfund fjórðu ráðstefnu SÞ um málefni kvenna

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra ávarpar afmælisfund fjórðu ráðstefnu SÞ um málefni kvenna - mynd

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, ávarpar 25 ára afmælisfund fjórðu ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um málefni kvenna í dag. Á ráðstefnunni, sem haldin var í Peking í september 1995 var samþykkt pólitísk yfirlýsing og framkvæmdaáætlun í jafnréttismálum (Pekingáætlunin). Ráðstefnan var afrakstur áratuga langrar baráttu samtaka alþjóðlegu kvennahreyfingarinnar sem leiddi af sér Samning Sameinuðu þjóðanna um afnám allrar mismununar gagnvart konum (e. CEDAW) og síðar Pekingáætlunina.  Auk þjóðarleiðtoga taka forystumenn Sameinuðu þjóðanna til máls á fundinum í dag.

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra:

„Á undanförnum árum hefur orðið bakslag í jafnréttismálum um allan heim. COVID-19 heimsfaraldurinn hefur aukið þetta bakslag enn frekar, við sjáum til að mynda aukningu á kynbundnu ofbeldi þegar konur einangrast og hafa minni aðgang að heilbrigðisþjónustu og menntun. Þá er mikið áhyggjuefni að sjá þann árangur sem hefur náðst varðandi kynheilbrigði kvenna í hættu. Með þetta í huga, fagna ég því frumkvæði UN Women að setja af stað verkefnið Kynslóð jafnréttis þar sem Ísland er á meðal forysturíkja í gerð aðgerðaáætlana á alþjóðavísu gegn kynbundnu ofbeldi.“

Íslensk stjórnvöld, stóðu ásamt 188 öðrum löndum, að samþykkt Pekingáætlunarinnar. Með tilvísun í ákvæði Kvennasáttmálans og Pekingáætlunarinnar hafa unnist mikilvægir áfangasigrar í jafnréttisbaráttu kynjanna. Má þar helst nefna ákvæði um sértækar tímabundnar aðgerðir í lögum um jafnan rétt og jafna stöðu kvenna og karla og frumkvæðisskyldu stjórnvalda til að vinna að jafnrétti kynjanna. Áætlunin er enn leiðarljós jafnréttissamstarfs á alþjóðavettvangi en meginmarkið hennar er valdefling kvenna og stúlkna um heim allan og að sjónarmið jafnréttis verði fléttuð inn í alla þætti stefnumótunar, ákvarðana og aðgerða.

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

17. Samvinna um markmiðin
5. Jafnrétti kynjanna
Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira