Hoppa yfir valmynd
2. október 2020 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið

Matvælasjóður fær 250 milljón króna viðbótarframlag

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra - mynd

Matvælasjóður mun fá 250 milljón króna viðbótarframlag á næsta ári samkvæmt nýbirtu fjárlagafrumvarpi. Alls er því áformað að sjóðurinn muni hafa 628 milljónir til umráða á næsta ári og stefnt er á næstu úthlutun úr sjóðnum á vormánuðum 2021.

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra:

„Með stofnun Matvælasjóðs fyrr á þessu ári vorum við í krafti nýsköpunar og þróunar að hvetja til aukinnar verðmætasköpunar í íslenskri matvælaframleiðslu til hagsbóta fyrir samfélagið allt. Það er því sérstaklega ánægjulegt, og um leið mikilvægt í núverandi ástandi, að auka enn frekar tækifæri sjóðsins til að styrkja öflug verkefni um allt land. Sú ákvörðun mun vafalaust skila sér í enn frekari sókn íslenskrar matvælaframleiðslu á komandi misserum og árum.“

Frumvarp Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, um stofnun sjóðsins var samþykkt á Alþingi í apríl sl. og var alls 500 milljónum króna varið til stofnunar sjóðsins og verður þeim úthlutað á þessu ári. Áætlað var að sjóðurinn hefði til umráða tæplega 400 m. króna árlega en í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir 250 milljón króna viðbótarframlagi til að styðja við nýsköpun, verðmætasköpun og samkeppnishæfni íslenskrar matvælaframleiðslu. Er það liður í mótvægisaðgerðum ríkisstjórnarinnar vegna veirufaraldursins en sérstök áhersla er lögð á uppbyggingu með nýsköpun í þeirri aðgerðaáætlun.

Alls bárust 263 umsóknir í fyrstu úthlutun sjóðsins, en umsóknarfrestur var til 21. september sl. Nú vinna fagráð sjóðsins að því að meta umsóknir úr fyrstu úthlutun sjóðsins og  í kjölfarið mun stjórn sjóðsins gera tillögu til ráðherra um úthlutun úr sjóðnum. Stefnt að því að niðurstöður verði kunngerðar um næstu mánaðarmót.

 

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira