Hoppa yfir valmynd
16. október 2020 Heilbrigðisráðuneytið

COVID-19: Áformaðar breytingar á sóttvarnaráðstöfunum 20. október

COVID-19: Áformaðar breytingar á sóttvarnaráðstöfunum 20. október - myndMynd: Landspítali / Þorkell

Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið í meginatriðum þær breytingar á sóttvarnaráðstöfunum sem kveðið verður á um í reglugerð um takmarkanir á samkomum sem tekur gildi þriðjudaginn 20. október. Breytingarnar eru að mestu þær sömu og sóttvarnalæknir leggur til. Ráðherra kynnti breytingarnar og minnisblað sóttvarnalæknis á fundi ríkisstjórnar í dag. Áfram verður kveðið á um strangari takmarkanir á höfuðborgarsvæðinu en gilda á landsvísu. Utan höfuðborgarsvæðisins verður gerð sú meginbreyting að nándarmörk milli einstaklinga verða aukin úr 1 metra í 2.

Eftirfarandi eru upplýsingar um helstu breytingar sem verða á sóttvarnaráðstöfunum frá og með þriðjudeginum 20. október. Upplýsingarnar eru settar fram með fyrirvara um mögulegar breytingar á útfærslu einstakra þátta í reglugerð sem unnið er að í heilbrigðisráðuneytinu.

ATH! Eins og fram kemur hér að ofan var þessi tilkynning birt með fyrirvara um útfærslur í reglugerð.

 

 

Takmarkanir utan höfuðborgarsvæðisins – helstu breytingar (sjá uppfærða tilkynningu ráðuneytisins)

  • Nándarmörk milli einstaklinga verða 2 metrar.
  • Skylt verður að nota andlitsgrímur þar sem ekki er hægt að tryggja 2 metra nándarmörk, m.a. í verslunum.
  • Á viðburðum verður einungis heimilt að hafa 20 gesti í hólfi í hverju rými sem skulu sitja í númeruðum sætum sem skráð eru á nafn.
  • Engir áhorfendur mega vera á íþróttaviðburðum, hvorki innan- né utandyra.
  • Íþróttaiðkun, einnig sú sem krefst snertingar eða mikillar nálægðar, verður heimil, jafnt innan- og utandyra.

Takmarkanir á höfuðborgarsvæðinu – helstu breytingar (sjá uppfærða tilkynningu ráðuneytisins)

  • Allt íþrótta- og tómstundastarf barna á leik- og grunnskólaaldri sem krefst snertingar verður óheimilt.
  • Skólasund verður óheimilt.
  • Íþróttaiðkun sem ekki krefst snertingar verður heimil en fjöldi þátttakenda má að hámarki vera 20 einstaklingar og 2 metra nándarmörk skulu virt. Engir áhorfendur mega vera viðstaddir.
  • Æfingar og keppni í íþróttum sem krefjast snertingar verða óheimilar, innan húss og utan, jafnt hjá börnum og fullorðnum.

Óbreyttar reglur um skólastarf (sjá uppfærða tilkynningu ráðuneytisins)

Sóttvarnalæknir leggur ekki til neinar breytingar á gildandi sóttvarnaráðstöfunum í skólastarfi og verður gildistími reglugerðar þar að lútandi því framlengdur.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum