Hoppa yfir valmynd
17. nóvember 2020 Heilbrigðisráðuneytið

COVID 19: Sýnataka á landamærum gjaldfrjáls tímabundið

Flugstöð - myndHaraldur Jónasson / Hari

Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að sýnataka á landamærum verði gjaldfrjáls frá 1. desember næstkomandi til 31. janúar 2021. Ákvörðunin er tekin í samræmi við tillögu sóttvarnalæknis. Markmiðið er að hvetja fólk til að fara í sýnatöku fremur en að fara í sóttkví og draga þannig úr líkum á að smit berist inn í landið. Fjallað var um málið á fundi ríkisstjórnar í dag.

Í minnisblaði sóttvarnalæknis til heilbrigðisráðherra lýsir hann áhyggjum af því að með vaxandi útbreiðslu faraldursins erlendis aukist líkur á að smit berist inn í landið ef ferðamenn velji sóttkví en fylgi ekki reglum sem gilda um sóttkví. Vísar hann til þess að í mörgum tilvikum hafi kviknað grunur um að ferðamenn muni ekki fylgja reglum um sóttkví, t.d. þegar um er að ræða ferðamenn sem einungis ætla að dvelja hér í nokkra daga. Til að bregðast við þessu leggur hann til að annað hvort verði öllum gert skylt að fara í skimun nema læknisfræðilegar ástæður mæli gegn því eða að ekki verði tekið gjald fyrir skimun á landamærum.

Ákvörðun heilbrigðisráðherra um gjaldfrjálsa sýnatöku á landamærum tekur sem fyrr segir gildi 1. desember næstkomandi og gildir til 31. janúar 2021.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira