Hoppa yfir valmynd
23. nóvember 2020 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Nýsköpunardagur hins opinbera: Áhrif Covid-19 á þjónustu – hvað má læra til framtíðar?

Hvað getum við lært af Covid-19 þegar kemur að því að veita opinbera þjónustu og hvaða tækifæri hefur heimsfaraldurinn skapað til þess að bæta þjónustuna? Þetta er meginumræðuefni á Nýsköpunardegi hins opinbera sem haldinn verður 21. janúar 2021 en yfirskift dagsins er Áhrif Covid-19 á opinbera þjónustu – lærdómar til framtíðar. 

Heimfaraldurinn hefur haft gríðarleg áhrif á allt samfélagið, þar með talið vinnulag opinberra starfsmanna. Meðal jákvæðra breytinga sem orðið hafa á undanförnum mánuðum er að lagt hefur verið kapp á að hraða breytingum til þess að efla stafræna opinbera þjónustu. Samvinna hefur aukist milli ólíkra stofnana og breytingar hafa orðið í mannauðsmálum. Á Nýsköpunardeginum munu þátttakendur deila reynslusögum um þessi mál og þá verða þrjú fræðsluerindi haldin.

Viðburðurinn er ætlaður öllum þeim sem hafa áhuga á opinberri þjónustu og nýsköpun. Nýsköpunardagur hins opinbera er nú haldinn í annað sinn en að deginum standa fjármála- og efnahagsráðuneytið, Samband íslenskra sveitarfélaga, Ísland.is og kjara- og mannauðssýsla ríkisins. Hægt verður að skrá sig til þátttöku á viðburðinn innan tíðar á Facebook-síðu hans. 

Aðstandendur Nýsköpunardagsins hvetja opinbera vinnustaði til þess að nýta seinni hluta dagsins til að standa að dagskrá þar sem nýsköpun er í aðalhlutverki. Hægt er að halda vinnustofur um innra nýsköpunar- og umbótastarf og greina aukin tækifæri til samvinnu. Hvatt er til þess að spurt verði hvaða breytingar Covid-19 hafi haft á starfsemina sem áhugi er á að viðhalda og hvernig starfsemi og þjónusta þróist með sem bestum hætti næstu árin og hvar helstu tækifæri liggja.


Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum