Hoppa yfir valmynd
27. nóvember 2020 Innviðaráðuneytið

Flugsamgöngur til Boston tryggðar út árið

Keflavíkurflugvöllur - mynd

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur framlengt samning við Icelandair um að tryggja lágmarksflug til Bandaríkjanna út árið. Samningurinn gerir ráð fyrir að flogið verði minnst tvisvar í viku til Boston á tímabilinu. 

Samningur við Icelandair um að tryggja millilandaflug til Bandaríkjanna með flugi til Boston hefur verið framlengdur í þrígang í ár. Nýr viðauki gildir til og með 31. desember. Allar tekjur Icelandair af flugi til Boston munu lækka greiðslur vegna samningsins.

Markmiðið er sem fyrr að tryggja lágmarks flugsamgöngur til og frá landinu vegna þess ástands sem skapast hefur vegna Covid-19 faraldursins. Það voru Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, og Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, sem undirrituðu samninginn með rafrænum hætti.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum