Hoppa yfir valmynd
3. desember 2020 Forsætisráðuneytið

Katrín ræddi við Morrison

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, átti símafund með Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, í gær. Þau ræddu framboð Ástralíu til stöðu framkvæmdastjóra OECD, áherslur stofnunarinnar m.a. í tengslum við uppbyggingu eftir COVID, mikilvægi alþjóðasamstarfs og voru sammála um að standa vörð um það. Þau töluðu jafnframt um gott samstarf Íslands og Ástralíu á alþjóðavettvangi, tvíhliða samstarf landanna og möguleika þess að auka það. Fundurinn, sem var að frumkvæði Morrison, stóð í um 20 mínútur og var þetta í fyrsta sinn sem þau ræða saman.

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

17. Samvinna um markmiðin
16. Friður og réttlæti
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum