Hoppa yfir valmynd
17. desember 2020 Innviðaráðuneytið

Norræn ráðstefna um sjálfbæra ferðaþjónustu í kjölfar heimsfaraldurs

Horft til Snækolls - myndHugi Ólafsson

Staða ferðaþjónustu í kjölfar heimsfaraldurs verður viðfangsefni norrænnar vefráðstefnu sem haldin verður miðvikudaginn 3. febrúar. Ráðstefnan er öllum opin og haldin á vegum Nordregio, rannsóknastofnunar um byggðaþróun sem heyrir undir Norrænu ráðherranefndina. 

Árið 2020 hefur verið erfitt fyrir ferðaþjónustuna og að enn er ekki að fullu orðið ljóst hver áhrifin verða víða um heim. Atburðir ársins geta þó einnig gefið tækifæri til að stíga skref til baka og ígrunda hvers konar ferðaþjónusta sé sjálfbær til lengri tíma litið.

Bæði fræðimenn og fagfólk í ferðaþjónustu flytja fjölbreytt erindi á ráðstefnunni og taka þátt í pallborðsumræðum. 

Nefna má að Arvid Viken, prófessor við Háskólann í Tromsö, og vísindamenn Nordregio munu fjalla um þversögn ferðaþjónustunnar, svæðisbundnar áætlanir um sjálfbæra ferðaþjónustu, áskoranir framundan og hvernig mæla megi efnahagsleg áhrif. 

Þá mun Guðrið Højgaard, framkvæmdastýra hjá Ferðamálaráði Færeyja (Visit Faroe Islands), ásamt kollegum sínum hjá öðrum norrænum ferðaþjónustusamtökum ræða um það hvernig ferðaþjónustan hefur tekist á við áfall síðustu mánaða. Þau munu einnig spjalla um og kynna nýjustu strauma, verkfæri og stefnur til að styðja við og efla svæðisbundna ferðaþjónustu eftir faraldurinn.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum