Hoppa yfir valmynd
21. desember 2020 Heilbrigðisráðuneytið

COVID 19: Fáum hlutfallslega sama magn bóluefna og önnur ríki í Evrópusamstarfi

  - myndStjórnarráðið

Þátttaka Íslands í samstarfi Evrópuþjóða um kaup á bóluefnum í gegnum samninga framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins tryggir Íslandi hlutfallslega sama magn bóluefna og öllum öðrum þjóðum sem taka þátt í samstarfinu. Framkvæmdastjórnin kveður á um hve mikið ríkin fá og er þar alfarið byggt á hlutfallslegri úthlutun miðað við höfðatölu hverrar þjóðar. Þetta á við um bóluefni Pfizer líkt og annarra framleiðenda. Allar þjóðir fá til að byrja með 10.000 skammta. Síðan hefst úthlutun samkvæmt afhendingaráætlun. Eins og áður hefur komið fram hefur Ísland lokið samningum um bóluefni við tvö þeirra fyrirtækja sem framkvæmdastjórn Evrópusambandsins er með samninga við, þ.e. Pfizer og Astra Zeneka og tryggja þau Íslandi bóluefni fyrir samtals 200.000 einstaklinga. Þann 23. desember er stefnt að undirritun samnings Íslands um bóluefni Janssen um 235.000 bóluefnaskammta. Þá er enn fremur gert ráð fyrir undirritun samnings við Moderna 31. desember næstkomandi.

 

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum