Hoppa yfir valmynd
3. febrúar 2021 Matvælaráðuneytið

15 milljónir til að styrkja nýjar ræktunaraðferðir í grænmetisframleiðslu

Ráðherra ásamt hluta styrkþega á kynningu í dag - mynd

Lóðréttur landbúnaður með vatnsræktun, færanleg gróðurgöng og lengri uppskerutími gulróta með hitalögnum er á meðal nýrra ræktunaraðferða í garðyrkju sem fengu í dag ræktunarstyrki að upphæð 15 milljóna króna samtals. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, úthlutaði átta styrkjum til verkefna í dag.

Styrkirnir eru liður í aðgerðum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins til að bregðast við COVID-19 heimsfaraldri á íslenskt samfélag. Lögð er áhersla á að styðja umhverfisvænar aðferðir sem eru til þess fallnar að styrkja grænmetisframleiðslu hér á landi. Með styrkjunum er stutt við nýsköpun og framþróun í garðyrkju. Hámarksstuðningur til hvers verkefnis fyrir sig eru þrjár milljónir króna.

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra:

„Þessi úthlutun er liður í aðgerðum til að bregðast við áhrifum COVID-19 til skemmri og lengri tíma. Skapa öfluga viðspyrnu með því að hvetja til aukinnar verðmætasköpunar til hagsbóta fyrir íslenskt samfélag. Þessi frábæru verkefni eru öll til þess fallin enda afrakstur þeirrar miklu grósku sem á sér stað í íslenskri garðyrkju.”

 

Styrkhafar eru:

  • Böðmóðsstaðir – LED lýsing til rauðs salats     3. m.kr.
    Garðyrkjustöðin Brúará stefnir að því að nýta LED lýsingu með áherslu á að rækta rautt salat.

  • Jarðaberjaland – UV róbót til lýsingar     3. m.kr.
    Styrkur til að kaupa róbót sem nota má í lýsingar hjá jarðaberjaræktun, sem gerir framleiðslu öruggari allt árið og auki möguleika á aukinni framleiðslu.
  • Hárækt – nýjar ræktunaraðferðir, lóðréttur landbúnaður með vatnsræktun.       3. m.kr.
    Styrkur til uppbyggingar og þróunar á lóðréttum landbúnaði á Ísland í vatnsræktun.
  • Hótel Akureyri – Urban farming    2 m.kr.
    Styrkur til að rækta ávexti og grænmeti og fræða samfélagið og gesti um umhverfisvæna matvælaframleiðslu og möguleika innandyra ræktunar.
  • Reykjalundur – færanleg gróðurgöng  2 m.kr.
    Styrkur til uppsetningar á færanlegum gróðurgöngum, sem eru ódýr og endingargóð plastgróðurhús sem bjóða upp á lengra ræktunartímabil og sveigjanleika, auk fjölbreyttra möguleika lífrænnar útiræktunnar.
  • Auðsholt – lengdur uppskerutími gulróta með hitalögnum     1 m.kr.
    Styrkur veittur til að stuðla að lengra tímabili framleiðslu á gulrótum.
  • Skálpur slf. - Ræktun á Sandvíkurrófufræi      500þ.kr.
    Styrkur til að stuðla að og viðhalda sjálfbærni í íslenskri gulrófurækt ásamt því að gera ræktunina umhverfisvænni.
  • Lindigarðar ehf. - Umhverfisvæn lífræn rauðrófuræktun      500 þ.kr.
    Styrkur til framleiðslu á lífrænum rauðrófum á sem umhverfisvænastan hátt.

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

13. Aðgerðir í loftslagsmálum
15. Líf á landi
11. Sjálfbærar borgir og samfélög
9. Nýsköpun og uppbygging
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum