Hoppa yfir valmynd
12. mars 2021 Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Íþrótta- og æskulýðsstarf komist á skrið á ný

Frá kynningarfundi mennta- og menningarmálaráðherra og félags- og barnamálaráðherra í desember sl. þar sem aðgerðirnar voru kynntar. Með á myndinni er Lárus Blöndal forseti ÍSÍ.  - mynd
Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra hefur staðfest tillögur Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands að skiptingu á 300 milljóna kr. stuðningi til íþróttafélaga sem starfrækja skipulagt íþróttastarf fyrir börn og unglinga 6-18 ára. Viðbótarstuðningur þessi er veittur félögunum vegna afleiðinga sóttvarnaráðstafana á síðasta ári, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum.

Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra:
„Tillaga ÍSÍ felur í sér að alls 224 félög hljóta styrk til þess að mæta þeim aðstæðum sem langvarandi samkomubann og sóttvarnarráðstafanir höfðu á starfsemi þeirra. Stuðningurinn nú kemur til viðbótar 450 milljónum kr. sem úthlutað var til rúmlega 200 íþrótta- og ungmennafélaga sem lið í fjárfestingarátaki stjórnvalda í fyrra.“

Tillit er tekið til fjölgreinafélaga og getur úthlutun til einstaks íþróttafélags ekki orðið hærri en 3% af veltu félagsins samkvæmt staðfestum reikningsskilum 2019. Sjá nánar um úthlutunina á vef ÍSÍ.

Þá stendur fjölskyldum til boða 45.000 kr. tómstundastyrkur vegna barna sem fædd eru á árunum 2005-2014, falli heimilið undir ákveðin tekjuviðmið. Umsóknafrestur vegna þeirra styrkja er til 15. apríl nk. Styrkina er hægt er að nota til niðurgreiðslu á þátttökugjöldum vegna íþróttaiðkunar, tónlistarnáms eða annarra tómstunda.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum