Hoppa yfir valmynd
9. apríl 2021 Heilbrigðisráðuneytið

COVID 19: Um 2,4% fullorðinna bólusett á einum degi

Í gær 8. apríl voru um 6.630 einstaklingar bólusettir við COVID-19, þar af 2330 með bóluefni Pfizer/BioNTech og 4301 með bóluefni Oxford/AstraZeneca. Þetta er stærsti bólusetningardagur á Íslandi vegna COVID-19 frá upphafi. Þessi fjöldi nemur tæplega 2,4% þeirra 280 þúsund einstaklinga sem til stendur að bólusetja við COVID-19.

Nú hafa því 58.567 einstaklingar fengið a.m.k. einn skammt af bóluefni eða um 21% af heildarfjöldanum. Miðað við staðfestar áætlanir um afhendingu bóluefna gegn COVID-19 í apríl má vænta þess að um mánaðamótin apríl/maí verði um 90 þúsund einstaklingar búnir að fá a.m.k. einn skammt eða um þriðjungur þeirra sem til stendur að bólusetja.

 

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum