Hoppa yfir valmynd
15. apríl 2021 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið

Opinn streymisfundur um Mælaborð fiskeldis

 
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, kynnir Mælaborð fiskeldis á opnum streymisfundi fimmtudaginn 15. apríl kl. 10.
 

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra fól Matvælastofnun að setja á fót Mælaborð fiskeldis og gera þannig aðgengilegar, í gegnum alhliða upplýsingaveitu, upplýsingar framleiðslu í fiskeldi, fiskeldisstöðvar og eftirlitsskýrslur auk þess að veita aðgang að ársskýrslum dýralæknis fisksjúkdóma og fundargerðum fisksjúkdómanefndar.

Því eru allar helstu upplýsingar um stöðu fiskeldis í sjó og á landi orðnar aðgengilegar á einum stað til hagsbóta fyrir almenning og stjórnvöld. Þannig munu upplýsingarnar í mælaborði fiskeldi ekki aðeins nýtast við eftirlit Matvælastofnunar og stefnumótun stjórnvalda varðandi fiskeldi heldur um leið gagnast hagsmunaaðilum og almenningi til að fá heilstæðari upplýsingar um stöðu og þróun fiskeldis á Íslandi.

Hér má fylgjast með streyminu: 

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira