Hoppa yfir valmynd
23. apríl 2021 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Tíu milljarðar greiddir í tekjufallsstyrki

Hátt í tíu milljarðar króna hafa verið greiddir út í tekjufallsstyrki sem ætlað er að aðstoða rekstraraðila, þ.m.t. einyrkja, sem orðið hafa fyrir tekjufalli vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. Um 2,3 milljarðar til viðbótar hafa verið greiddir í viðspyrnustyrki. Skattinum, sem fer með framkvæmd úrræðanna, hafa alls borist um 4.700 umsóknir um þau og hafa um 85% umsóknanna verið afgreiddar.

Þá hafa tæpir 2,4 milljarðar króna verið greiddir í lokunarstyrki.

Síðustu mánuði hafa ríflega 80 milljarðar verið greiddir í fjölbreyttan stuðning í úrræðum ríkisstjórnarinnar vegna faraldursins að frátöldum heimildum til útgreiðslu séreignarsparnaðar og aukinnar endurgreiðslu virðisaukaskatts (VSK). Á fimmta þúsund rekstraraðilar og nær fjörutíu þúsund einstaklingar hafa nýtt stuðninginn

Þá hafa rúmir sjö milljarðar króna verið endurgreiddir aukalega af virðisaukaskatti vegna margs konar framkvæmda en endurgreiðslurnar nýtast einkum einstaklingum og félögum á borð við sveitarfélög, almannaheillafélög og íþróttafélög.

Flest þeirra fyrirtækja sem hafa nýtt sér úrræði stjórnvalda vegna faraldursins eru með tíu launamenn eða færri. Markmið stuðnings við fyrirtæki er að verja störf eins og kostur er auk þess að skapa öfluga viðspyrnu þegar faraldrinum sleppir.


 

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum