Hoppa yfir valmynd
29. apríl 2021 Innviðaráðuneytið, Utanríkisráðuneytið

Samstarfsráðherrar Norðurlanda samþykktu að vinna úttekt á áhrifum heimsfaraldursins

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. - mynd

Sigurður Ingi Jóhannsson, samstarfsráðherra Norðurlanda, tók í dag þátt í fjarfundi norrænna samstarfsráðherra. Allir samstarfsráðherrar Norðurlandanna fimm tóku þátt í fundinum, auk samstarfsráðherra Álandseyja, Færeyja og Grænlands. Þetta var fyrsti fundurinn sem Pele Broberg, nýr samstarfsráðherra Norðurlanda á Grænlandi, tók átt í. 

Ráðherrarnir fjölluðu um nauðsyn þess að gera úttekt á áhrifum heimsfaraldursins á norrænt samstarf og hvernig standa megi vörð um og styrkja samþættingu á Norðurlöndum á tímum sem þessum. Ráðherrarnir samþykktu tillögu finnska samstarfsráðherrans, en Finnar fara nú með formennsku í Norrænu ráðherranefndinni, um að fela Jan-Erik Enestam, fyrrverandi þingmanni og ráðherra í Finnlandi, að vinna þessa úttekt. Jan-Erik gegndi einnig stöðu framkvæmdastjóra Norðurlandaráðs á árunum 2007-2013. 

Á fundinum var einnig fjallað um mál varðandi vinnu Norrænu ráðherraskrifstofunnar við innri endurskoðun og fjármálastjórn.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum