Hoppa yfir valmynd
7. maí 2021 Heilbrigðisráðuneytið

COVID-19: Um 48% hafa fengið a.m.k. einn skammt af bóluefni

Nú eru um 51.000 einstaklingar fullbólusettir gegn COVID-19 og um 140.000 hafa fengið a.m.k. einn skammt af bóluefni sem er um 48% þeirra sem áætlað er að bólusetja. Bólusetningu forgangshópa miðar vel. Gert er ráð fyrir að allir einstaklingar í þeim níu forgangshópum sem eru skilgreindir eru í reglugerð verði búnir að fá a.m.k. einn bólusetningarskammt um miðjan júní og allir sem eftir standa eigi síðar en um miðjan júlí næstkomandi. Ekki er gert ráð fyrir að börnum fæddum 2006 og síðar verði boðin bólusetning gegn COVID-19.

Öllum einstaklingum í fyrstu 6 forgangshópunum hefur þegar verið boðin bólusetning.

Nú stendur yfir bólusetning í hópi 7, þ.e. einstaklinga með undirliggjandi sjúkdóma og í vikunni hófst bólusetning í hópi 8, þ.e. starfsmanna leik- og grunnskóla og flug- og skipsáhafna og enn fremur í hópi 9, þ.e. einstaklinga í félagslega viðkvæmri stöðu. Samhliða hefur einstaklingum í hópi 10 verið boðin bólusetning, þ.e. konum og körlum fæddum 1966 eða fyrr og körlum fæddum 1967-1969.

Sóttvarnalæknir hefur nú ákveðið, m.a. í ljósi upplýsinga úr líkani Íslenskrar erfðagreiningar um árangur bólusetninga miðað við mismunandi nálgun, að framkvæma bólusetninguna eftirleiðis með tilviljunarkenndum hætti innan hvers forgangshóps í stað þess að boða viðkomandi einstaklinga eftir aldri. Þetta er gert til að bólusetja áhættuhópa sem fyrst en ná samhliða bólusetningu þvert á aldurshópa og ná þannig fyrr markmiði um hjarðónæmi í samfélaginu.

Meðfylgjandi mynd hér að ofan sýnir stöðu bólusetninga í nokkrum löndum og meðaltal innan Evrópusambandsins. Birt er hlutfall bólusettra af heildaríbúafjölda viðkomandi landa.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira