Hoppa yfir valmynd
3. júní 2021 Heilbrigðisráðuneytið

COVID-19: Samræmt evrópskt COVID-19 vottorð fyrir ferðamenn

Nú er farið af stað tilraunaverkefni um móttöku stafræns evrópsks Covid-19 vottorðs á landamærum Íslands fyrir þá sem koma til landsins. Fyrstu farþegarnir með slík vottorð komu til landsins í gær.

Vottorðið er í samræmi við reglugerð Evrópusambandsins (ESB) sem samkomulag náðist nýlega um og verður tekin upp í EES-samninginn með fyrirhugaðri gildistöku 1. júlí. Markmiðið er að auka frjálsa för fólks milli ríkja og auka öryggi einstaklinga meðan á Covid-19 faraldrinum stendur. Stafræna Covid-19 vottorðið mun innihalda upplýsingar um bólusetningar gegn Covid-19, niðurstöður um PCR-skimun, hafi hún verið neikvæð, og bata, hafi viðkomandi sýkst.  

Vottorðið mun gilda í öllum ríkjum ESB auk Íslands, Noregs, Liechtenstein og Sviss. Hægt verður að nálgast það á pappír sem og stafrænu formi með því að hlaða því niður í farsíma.  Lögð hefur verið áhersla á öryggi og áreiðanleika vottorðsins, en báðar útgáfur munu innihalda QR-kóða. Þá verður vottorðið gjaldfrjálst og á íslensku og ensku. 

Á næstu dögum verða neikvæð PCR-vottorð sem gefin eru út hér landi í þessu nýja formi. Í kjölfarið verða bólusetningarvottorð og vottorð um bata einnig færð yfir í þetta form. 

Hér er hægt að nálgast nánari upplýsingar um vottorðið.  

 

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum