Hoppa yfir valmynd
10. júní 2021 Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Þórdís Kolbrún á norrænum ráðherrafundi um aukið samstarf í tengslum við COVID-19 heimsfaraldurinn

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra - mynd

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra sat norrænan ráðherrafund um aukið samstarf Norðurlandanna í tengslum við COVID-19 heimsfaraldurinn. Ráðherrarnir ræddu þar um rannsóknir og nýsköpun á heilbrigðissviði, m.a. möguleikana á samstarfi um þróun og framleiðslu bóluefna og líftæknilyfja.

 

Ráðherra fór meðal annars yfir aðgerðir íslenskra stjórnvalda og samstarf hins opinbera og einkaaðila, m.a. við Íslenska erfðagreiningu, og hvernig samvinnan tryggði gott gengi í baráttunni við heimsfaraldurinn. Benti hún á að horfa mætti til reynslu Íslands í þeim efnum og að hún gæti komið að miklum notum í norrænu samstarfi til framtíðar. Ráðherra ræddi einnig mikilvægi viðspyrnu efnahagslífsins eftir heimsfaraldurinn og hlutverk nýsköpunar á því sviði.

 

Ráðherrarnir komu sér saman um að setja af stað vinnuhóp sem fær það verkefni að greina tækifæri til samvinnu og samræma aðgerðir  til að auka getu og hæfni Norðurlandanna til að bregðast við heimsfaraldri og styrkja stöðu þeirra á sviði heilbrigðisvísinda og heilbrigðistækni á alþjóðlegum vettvangi. 

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

9. Nýsköpun og uppbygging
17. Samvinna um markmiðin
Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira