Hoppa yfir valmynd
26. júlí 2021 Heilbrigðisráðuneytið

Breytingar á reglugerð varðandi takmarkanir á samkomum

Heilbrigðisráðuneytið hefur gert tvær breytingar á reglugerð varðandi núgildandi takmarkanir á samkomum vegna COVID-19 farsóttarinnar en reglugerðin gildir sem fyrr til og með 13. ágúst.

  • Ákvæði um fjölda- og nálægðartakmörkun sem snýr að börnum

Í reglugerðinni er ákvæði um að fjölda- og nálægðartakmarkanir nái ekki til barna sem fædd eru 2016 og síðar. Til að taka af öll tvímæli var ákveðið að setja inn þá reglugerðarbreytingu að þær takmarkanir nái jafnframt til 5. greinar reglugerðarinnar.

  • Ákvæði um loftræstingu fellt út

Seinni breytingin snýr að því að fella brott ákvæði um loftræstingu sem reyndist nokkuð óljóst og því erfitt í framkvæmd. Það er því nú í höndum framkvæmdaaðila að leggja mat á hvort unnt sé virða 1 metra nálægðartakmörkin í starfsemi sinni, ella þarf að bera andlitsgrímur.

Sjá reglugerð um takmörkun á samkomum vegna farsóttar nr. 587/2021

Sjá breytingu á reglugerð, dagsett 26. júlí, 2021.

 

 Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira