Hoppa yfir valmynd
2. desember 2021 Heilbrigðisráðuneytið

COVID-19: Ný tölfræði um gagnsemi bólusetningar

Bólusetning í Laugardalshöll - myndStjórnarráðið

Birtar hafa verið á vefnum Covid.is nýjar tölfræðiupplýsingar sem sýna annars vegar samanburð á fjórtán daga nýgengi smita eftir aldurshópum og bóluefnastöðu og hins vegar nýgengi innlagna á sjúkrahús eftir stöðu bólusetningar. Samkvæmt tölfræðinni er nýgengi sjúkrahússinnlagna nú 0,5 hjá fullorðnum sem hafa fengið örvunarbólusetningu, það er um tólf sinnum hærra (5,9) hjá þeim sem eru fullbólusettir og 68 sinnum hærra (34,0) hjá þeim sem ekki eru fullbólusettir en hjá þeim sem fengið hafa örvunarbólusetningu.

Hér má sjá skjáskot af myndritum með þessari tölfræði af vefnum Covid.is. Þar eru upplýsingarnar uppfærðar reglulega og hægt að fylgjast með þróuninni.

https://www.covid.is/tolulegar-upplysingar

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum