Hoppa yfir valmynd

Fundur ríkisstjórnarinnar 18. mars 2016

Eftirfarandi mál voru á dagskrá ríkisstjórnarinnar í dag:

Forsætisráðherra
 Endurútgáfa reglna um starfshætti ríkisstjórnar

Fjármála- og efnahagsráðherra
1) Frumvarp til laga um opinber innkaup
2) Frumvarp til laga um ýmsar lagabreytingar um skatta og gjöld ofl.
3) Frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekjuskatt, nr. 90/2003, lögum um stuðning við nýsköpunarfyrirtæki, nr. 152/2009 og lögum um ívilnanir til nýfjárfestinga á Íslandi, nr. 41/2015, með síðari breytingum (stuðningur við fjármögnun og rekstur    nýsköpunarfyrirtækja og smærri fyrirtækja í vexti)
4) Frumvarp til laga um brottfall laga um Lífeyrissjóð bænda, nr. 12/1999, með síðari breytingum
5) Næstu skref við lausn á aflandskrónuvandanum
6) Framkvæmd fjárlaga 2016 – almennt

Fjármála- og efnahagsráðherra / heilbrigðisráðherra
 Minnisblað um fjárhagsstöðu hjúkrunarheimila

Innanríkisráðherra
1) Frumvarp til breytinga á lögum um meðferð sakamála nr. 88/2008, með síðari breytingum (skilyrði fyrir beitingu úrræða skv. XI. kafla)
2) Frumvarp til laga um breytingu á lögum um meðferð sakamála og lögum  um meðferð einkamála (endurupptaka)
3) Frumvarp til laga um breytingu á lögum um meðferð einkamála,  
 nr. 9/1991, með síðari breytingum (gjafsókn)
4) Frumvarp til laga um breytingu á lögreglulögum, nr. 90/1996, með síðari breytingum (Eftirlit með störfum lögreglu)

Utanríkisráðherra
1) Frumvarp til laga um breytingu á lögum Evrópska efnahagssvæðið, nr. 2/1993 (einkum vegna Uppbyggingasjóðs EES)
2)  Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES- nefndarinnar nr. 252/2015 um breytingu á II. viðauka (Tæknilegar  reglugerðir, staðlar, prófanir og vottun) við EES-samninginn
3)  Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES- nefndarinnar nr. 197/2015 um breytingu á I. viðauka (Heilbrigði dýra og planta) við EES-samninginn
4)  Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES- nefndarinnar nr. 230/2015 um breytingu á XX. viðauka (Umhverfismál) við EES-samninginn
5)  Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES- nefndarinnar nr. 293/2015 um breytingu á II. viðauka (Tæknilegar  reglugerðir, staðlar, prófanir og vottun) við EES-samninginn
6)  Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES- nefndarinnar nr. 229/2015 um breytingu á XX. viðauka (Umhverfismál) við EES-samninginn
7) Kynningarbásar við Signubakka vegna EM 2016 - Les Berges de l'Europe

Mennta- og menningarmálaráðherra
 Stofnun listframhaldsskóla með sérhæfingu í tónlist og samkomulag um tónlistarnám á vegum sveitarfélaga

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra
 Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 57/1966 um umgengni um nytjastofna sjávar, nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða og nr. 74/2012 um veiðigjald (öflun sjávargróðurs í atvinnuskyni 2016-2019)

Heilbrigðisráðherra
1) Tillaga til þingsályktunar um lyfjastefnu til ársins 2020
2) Frumvarp til lyfjalaga

Umhverfis- og auðlindaráðherra
1) Frumvarp til laga um breytingu á lögum um Vatnajökulsþjóðgarð, nr. 60/2007
2) Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna nýrrar skógræktarstofnunar (sameining stofnana)
3) Frumvarp til laga um breytingu á lögum um meðhöndlun úrgangs og lögum um ráðstafanir gegn umhverfismengun af völdum einnota umbúða fyrir drykkjarvörur (innleiðingar Evrópugerða, stjórnvaldssektir o.fl)
4) Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 146/1996  um öryggi raforkuvirkja, neysluveitna og raffanga, með síðari breytingum (markaðseftirlit o.fl., EES-reglur)
5) Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 75/2000 um brunavarnir (brunaöryggi vöru, EES-reglur)
6) Frumvarp til laga um Umhverfisstofnun
7) Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir
8) Fjármögnun stjórnar vatnamála


Nánari upplýsingar veita hlutaðeigandi ráðuneyti.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira