Hoppa yfir valmynd

Fundur ríkisstjórnarinnar 26. mars 2019

Eftirfarandi mál voru á dagskrá ríkisstjórnarinnar í dag:

Forsætisráðherra
1) Frumvarp til laga um breytingu á upplýsingalögum nr. 140/2012 (útvíkkun gildissviðs)
2) Frumvarp til laga um vandaða starfshætti í vísindum

Fjármála- og efnahagsráðherra
1) Frumvarp til laga um dreifingu vátrygginga og frumvarp til laga um breytingu á lögum um vátryggingarsaminga
2) Frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekjuskatt og lögum um staðgreiðslu skatts á fjármagnstekjur (skattlagning tekna af höfundaréttindum)

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra
Frumvarp til laga um skráningu einstaklinga

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra
1) Frumvarp til laga um breytingar á lögum um veiðar utan lögsögu Íslands (stjórn veiða á makríl)
2) Frumvarp til laga um breytingu á lögum um Matvælastofnun og búvörulögum (flutningur Búnaðarstofu)

Félags- og barnamálaráðherra
1) Frumvarp til laga um breytingu á lögum um stéttarfélög og vinnudeilur, nr. 80/1938
2) Tillaga til þingsályktunar um framkvæmdaráætlun í barnavernd 2019-2022

Mennta- og menningarmálaráðherra
1) Frumvarp til laga um flytjanleika efnisveituþjónustu á netinu yfir landamæri á innri markaðnum (EES innleiðing)
2) Frumvarp til laga um um sameiginlega umsýslu höfundarréttar og netafnot tónlistar yfir landamæri
3) Frumvarp um breytingu á lögum um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla, nr. 87/2008 (framsal leyfisveitinga, o.fl.)

Ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra
1) Frumvarp til laga um breytingu á raforkulögum nr. 65/2003 (tilvísun í stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku)
2) Tillaga til þingsályktunar um breytingu á þingsályktun nr. 26/148, um  stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku
3) Frumvarp til laga um breytingu á raforkulögum, nr. 65/2003, og lögum nr. 87/2003, um Orkustofnun (EES-reglur, viðurlagaákvæði)
4) Frumvarp til laga um breytingu á lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, nr. 85/2007, með síðari breytingum (stjórnvaldssektir og eftirlit með gististarfsemi)
5) Frumvarp til laga um félög til almannaheilla

Dómsmálaráðherra
Frumvarp til laga um breytingar á lögum um meðferð einkamála og sakamála - ýmsar breytingar vegna millidómsstigs

Utanríkisráðherra
Frumvarp til laga um frystingu fjármuna og skráningu aðila á lista yfir þvingunaraðgerðir í tengslum við fjármögnun hryðjuverka og útbreiðslu gereyðingarvopna

Nánari upplýsingar veita hlutaðeigandi ráðuneyti.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira