Hoppa yfir valmynd
09. október 2020

Fundur ríkisstjórnarinnar 9. október 2020

Eftirfarandi mál var á dagskrá ríkisstjórnarinnar í dag:

Forsætisráðherra
1) Ráðstafanir á landamærum – staða mála
2) Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 47/2010, um bætur fyrir misgjörðir á stofnunum eða heimilum sem falla undir lög nr. 26/2007 (lokauppgjör)

Forsætisráðherra / heilbrigðisráðherra
Rannsókn á áhrifum sóttvarnaraðgerða á þróun COVID-19 faraldursins

Forsætisráðherra / mennta- og menningarmálaráðherra
Heimildarmynd um heimkomu handritanna 1971 og deilurnar að tjaldabaki áratugina þar á undan

Fjármála- og efnahagsráðherra
1) Frumvarp til laga um breytingu á lögum um fjárstuðning til minni rekstraraðila vegna heimsfaraldurs kórónuveiru, nr. 38/2020 (framhald á lokunarstyrkjum)
2) Efnahagslegt mat á mögulegum sóttvarnarráðstöfunum á landamærum

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra
1) Frumvarp til laga um fjarskipti
2) Frumvarp til skipalaga
3) Frumvarp til laga um breytingu á lögum um skráningu einstaklinga, nr. 140/2019

Heilbrigðisráðherra
Staðan á Landspítala

Umhverfis- og auðlindaráðherra
1) Frumvarp til laga um Hálendisþjóðgarð
2) Frumvarp til laga um Þjóðgarðastofnun og þjóðgarða

Umhverfis- og auðlindaráðherra / ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra
Tillaga til þingsályktunar um áætlun um vernd og orkunýtingu landssvæða

Mennta- og menningarmálaráðherra
Aukin aðsókn í framhaldsskóla og háskóla haustið 2020

Utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra
1) Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 16/2020 um breytingu á IX. viðauka (Fjármálaþjónusta) við EES-samninginn
2) Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 25/2020 um breytingu á XIII. viðauka (Flutningastarfsemi) við EES-samninginn
3) Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 63/2020 um breytingu á IX. viðauka (Fjármálaþjónusta) við EES-samninginn
4) Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 67/2020 um breytingu á IX. viðauka (Fjármálaþjónusta) við EES-samninginn
5) Staðfesting samnings við Kína um gagnkvæma viðurkenningu á prófskírteinum, gráðum og staðfestingum á menntun og hæfi á æðra skólastigi

Félags- og barnamálaráðherra
Frumvarp til laga um skrá yfir störf hjá sveitarfélögum sem heimild til verkfalls nær ekki til

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra
Bjargráðasjóður

Ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um tímabundnar endurgreiðslur vegna hljóðritunar á tónlist, nr. 110/2016

Nánari upplýsingar veita hlutaðeigandi ráðuneyti.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum