Hoppa yfir valmynd
20. nóvember 2020

Fundur ríkisstjórnarinnar 20. nóvember 2020

Eftirfarandi mál voru á dagskrá ríkisstjórnarinnar í dag:

Forsætisráðherra
1) Skipulag verkefna og starfshópar vegna COVID innan Stjórnarráðsins
2) Ferðatakmarkanir á landamærum Íslands
3) Ráðstafanir vegna COVID-19

Forsætisráðherra / fjármála- og efnahagsráðherra / samgöngu-og sveitarstjórnarráðherra og félags- og barnamálaráðherra
Viðspyrna fyrir Ísland - Aðgerðir vegna COVID til að styðja við atvinnuleitendur, lífeyrisþega,  barnafjölskyldur og félagslega viðkvæma hópa

Forsætisráðherra / fjármála-og efnahagsráðherra 
Fræðsluefni um gervigreind fyrir almenning

Forsætisráðherra / dómsmálaráðherra
Viðbótargreiðslur til umsækjenda um alþjóðlega vernd í desember 2020

Fjármála- og efnahagsmálaráðherra 
1) Frumvarp til laga um breytingu á lögum er varða rannsókn og saksókn í skattalagabrotum   (tvöföld refsing, málsmeðferð)      
2) Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum um skatta og gjöld  (skattalegir hvatar       fyrir lögaðila sem starfa til almannaheilla)
3) Frumvarp til laga um viðspyrnustyrki          

Fjármála- og efnahagsráðherra/ dómsmálaráðherra
Verkfall og kjaradeila flugvirkja hjá Landhelgisgæslu Íslands

Dómsmálaráðherra
1) Lögfesting samnings SÞ um réttindi fatlaðs fólks og sjálfstæð innlend mannréttindastofnun
2) Allsherjarúttekt SÞ á stöðu mannréttindamála á Íslandi – Universal Periodic Review                                       
Félags- og barnamálaráðherra
1) Frumvarp til laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna
2) Frumvarp til laga um Barna- og fjölskyldustofu
3) Frumvarp til laga um Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála

Umhverfis- og auðlindaráðherra
1) Frumvarp til laga um vernd, velferð og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum
2) Frumvarp til laga um breytingu á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir, lögum um mat á umhverfisáhrifum og lögum um loftlagsmál ( niðurdæling koldíoxíðs)

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um lax- og silungaveiði, nr. 61/2006  (minnihlutavernd o.fl.)

Mennta- og menningarmálaráðherra
Breyting á reglugerð um starfsþjálfun á vinnustað nr. 840/2011

Mennta- og menningarmálaráðherra / félags- og barnamálaráðherra
Stuðningur við íþróttastarf á tímum COVID-19

Ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra
1) Frumvarp til laga um breytingu á lögum um Neytendastofu og fleiri lögum (stjórnsýsla neytendamála)
2) Frumvarp til laga um breytingu á lögum um jöfnun kostnaðar við dreifingu raforku, nr. 98/2004 (verðlagshækkun) 

Nánari upplýsingar veita hlutaðeigandi ráðuneyti

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum