Hoppa yfir valmynd
26. mars 2021

Fundur ríkisstjórnarinnar 26. mars 2021

Eftirfarandi mál var á dagskrá ríkisstjórnarinnar í dag:

Forsætisráðherra
1) Frumvarp til laga um Vísinda- og nýsköpunarráð
2) Ráðstafanir vegna Covid-19

Fjármála- og efnahagsráðherra
1) Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum um skatta og gjöld (nýsköpun, arður,      yfirskattanefnd)
2) Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum til að mæta efnahagslegum áhrifum     heimsfaraldurs kórónuveiru (greiðsludreifing staðgreiðslu og tryggingagjalds, úttekt     séreignarsparnaðar)
3) Frumvarp til laga um verðbréfasjóði
4) Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna hækkunar lágmarksiðgjalds til     lífeyrissjóðs og ákvæða um tilgreinda séreign (lágmarkstryggingavernd o.fl.)
5) Efnahagsleg áhrif vaxandi faraldurs
6) Staða stærstu efnahagsúrræðanna í mars 2021

Fjármála- og efnahagsráðherra / sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra
Dómur Landsréttar í máli nr. 739/2019 um úthlutun tollkvóta

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra
Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum á sviði fiskveiðistjórnar (eftirlit Fiskistofu o.fl.)

Félags- og barnamálaráðherra

Tillögur vegna brunavarna í íbúðarhúsnæði ásamt skýrslu um brunavarnir í íbúðum

Ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, nr. 85/2007, um breytingu á lögum um aukatekjur ríkissjóðs, nr. 88/1991, og um breytingu á lögum um leigu skráningarskyldra ökutækja, nr. 65/2015 (Bætt rekstrarskilyrði, einföldun regluverks)

Umhverfis- og auðlindaráðherra
1) Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 48/2011, um verndar og orkunýtingaráætlun     (málsmeðferð virkjunarkosta í vindorku)
2) Tillaga til þingsályktunar um stefnu stjórnvalda um staðsetningu vindorkuvera í landslagi     og náttúru Íslands
3) Tillaga til þingsályktunar um endurskoðaða landsskipulagsstefnu 2015-2026
4) Frumvarp til laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana

Dómsmálaráðherra
Frumvarp til laga um breytingu á almennum hegningarlögum (barnaníðsefni, hatursorðræða, mismunun o.fl.)

Utanríkis og þróunarsamvinnuráðherra
Útflutningstakmarkanir ESB á Covid-bóluefnum



Nánari upplýsingar veita hlutaðeigandi ráðuneyti.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum