Hoppa yfir valmynd
4. mars 2022 Forsætisráðuneytið

Fundur ríkisstjórnarinnar 4. mars 2022


Eftirfarandi mál var á dagskrá ríkisstjórnarinnar í dag:

Forsætisráðherra  
1) Samanburðarstaða COVID-19 í nágrannaríkjunum og dánartíðni
2) Samhæfing aðgerða er tengjast Úkraínu

Dómsmálaráðherra
1) Skipulag neyðarsamstarfs í tengslum við stríðið í Úkraínu
2) Ákvörðun um sameiginlega vernd egna fjöldaflótta í kjölfar innrásar Rússlands í Úkraínu

Utanríkisráðherra
Úkraína - staða mála, viðbrögð Íslands og alþjóðasamfélagsins 

Fjármála- og efnahagsráðherra
Efnahagsleg áhrif af innrás Rússlands í Úkraínu

Innviðaráðherra
1) Frumvarp til laga um breytingu á húsaleigulögum, nr. 36/1994 (skráningarskylda vegna húsaleigusamninga og breytinga á leigufjárhæð)
2) Frumvarp til laga um breytingu á lögum um Slysavarnaskóla sjómanna, nr. 33/1991 (skipan og hlutverk skólanefndar, aðskildar fjárreiður)

Matvælaráðherra
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða o.fl. (veiðar á bláuggatúnfiski)

Heilbrigðisráðherra

1) Frumvarp til sóttvarnalaga
2) Frumvarp til laga um breytingu á lögum um rafrettur og áfyllingar fyrir rafrettur, nr. 87/2018 (nikótínvörur)

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra
1) Áætlaður kostnaður vegna rannsókna á Heiðarfjalli
2) El Grillo: Aðgerðir til að koma í veg fyrir mengun til skemmri og lengri tíma

Nánari upplýsingar veita hlutaðeigandi ráðuneyti.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum