Hoppa yfir valmynd
29. mars 2022 Forsætisráðuneytið

Fundur ríkisstjórnarinnar 29. mars 2022

Eftirfarandi mál var á dagskrá ríkisstjórnarinnar í dag:

Forsætisráðherra
1) Frumvarp til laga um heimild Reykjavíkurborgar til að skipa nefnd til að kanna starfsemi vöggustofa  
2) Tillaga til forseta Íslands um að setja staðgengil í embætti heilbrigðisráðherra í tilteknu máli

Fjármála- og efnahagsráðherra
1) Frumvarp til laga um peningamarkaðssjóði
2) Frumvarp til laga um breytingu á lögum um stuðning við nýsköpunarfyrirtæki
3) Frumvarp til laga um breytingu á lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, nr. 129/1997 (gjaldmiðlaáhætta og rafræn birting)
4) Framhald sölumeðferðar á hlutum í Íslandsbanka

Utanríkisráðherra

Staðfesting tæknilegra ákvarðana um breytingu á upprunareglum tvíhliða landbúnaðarsamninga Íslands við Albaníu, Norður-Makedóníu, Serbíu og Svartfjallaland

Innviðaráðherra
1) Frumvarp til laga um breytingu á lögum um vaktstöð siglinga, nr. 41/2003 (gjaldtaka o.fl.)
2) Frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum, nr. 138/2011 (íbúakosningar á vegum sveitarfélaga)
3) Frumvarp til laga um breytingu á skipulagslögum nr. 123/2010 (uppbygging innviða)

Mennta- og barnamálaráðherra
1) Frumvarp til laga um breytingu á barnaverndarlögum, nr. 80/2002 (frestun framkvæmdar)
2) Frumvarp til laga um breytingar á lögum um samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs, nr. 45/2019

Félags- og vinnumarkaðsráðherra
1) Frumvarp til laga um breytingu á lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, nr. 46/1980 (vinnutími starfsmanna sem veita notendastýrða persónulega aðstoð)
2) Frumvarp til laga um sorgarleyfi
3) Frumvarp til laga um greiðslur vegna umönnunar langveikra eða fatlaðra barna
4) Tillaga til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda fyrir árin 2021-2024

Félags- og vinnumarkaðsráðherra / mennta- og barnamálaráðherra / heilbrigðisráðherra / háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra
„Ertu ókei?“ Vitundarvakning um mikilvægi þess að huga að eigin líðan og annarra

Heilbrigðisráðherra
1) Tillaga til þingsályktunar um stefnu í geðheilbrigðismálum til ársins 2030
2) Staða og áætlanir um bólusetningu gegn Covid-19

Dómsmálaráðherra
1) Frumvarp til laga um breytingu á lögum um útlendinga (flutningur þjónustu milli ráðuneyta)
2) Frumvarp til laga um breytingu á lögum um útlendinga og lögum um atvinnuréttindi útlendinga (dvalar- og atvinnuleyfi)
3) Frumvarp til laga um breytingu á lögum um peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka (sýndareignir o.fl.)

Umhverfis-, orku og loftslagsráðherra
Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 78/2002 um niðurgreiðslur húshitunarkostnaðar (umhverfisvæn orkuöflun)

Menningar- og viðskiptaráðherra
1) Frumvarp til laga um breytingu á lögum um pakkaferðir og samtengda ferðatilhögun, nr. 95/2018 (lenging lánstíma)
2) Frumvarp til laga um breytingu á lögum um skráningu raunverulegra eigenda, nr. 82/2019 (skipti eða slit tiltekinna skráningarskyldra aðila)

Nánari upplýsingar veita hlutaðeigandi ráðuneyti.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum