Hoppa yfir valmynd
31. mars 2023

Fundur ríkisstjórnarinnar 31. mars 2023

Eftirfarandi mál var á dagskrá ríkisstjórnarinnar í dag:

Fjármála- og efnahagsráðherra
1) Samkomulag ríkis og sveitarfélaga á grundvelli laga um opinber fjármál
2) Staðan í kjaraviðræðum
3) Sameining ríkisstofnana / endurskipulagning verkefna innan málaflokka FJR

Innviðaráðherra
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um vaktstöð siglinga nr. 41/2003 (skipulag o.fl.) - 153. löggjafarþing

Matvælaráðherra
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða og lögum um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands (veiðistjórn grásleppu)

Utanríkisráðherra
1) Formennska Íslands í Evrópuráðinu og leiðtogafundur Evrópuráðsins
2) Frumvarp til laga um framkvæmd alþjóðlegra þvingunaraðgerða og frystingu fjármuna
3) Staðan í Úkraínu og viðbrögð alþjóðasamfélagsins 

Dómsmálaráðherra
Upptaka innra landamæraeftirlits vegna leiðtogafundar Evrópuráðsins 16.-17. maí nk.

Heilbrigðisráðherra
1) Frumvarp til laga um breytingu á lögum um heilbrigðisþjónustu nr. 40/2007 og lögum um landlækni og lýðheilsu nr. 41/2007 (refsiábyrgð heilbrigðisstofnana og rannsókn óvæntra atvika)
2) Frumvarp til laga um breytingu á lögum um heilbrigðisstarfsmenn nr. 34/2012 (hámarksaldur heilbrigðisstarfsmanna ríkisins)

Menningar- og viðskiptaráðherra 
1) Tillaga til þingsályktunar um aðgerðaáætlun í málefnum hönnunar og arkitektúrs fyrir árin 2023-2026
2) Frumvarp til laga um rafrænar skuldaviðurkenningar
3) Frumvarp til laga um breytingu á lögum um fjölmiðla, nr. 38/2011 (EES-reglur, hljóð- og myndmiðlun o.fl.)
4) Frumvarp til laga um breytingu á lögum um endurskoðendur og endurskoðun og lögum um ársreikninga (endurskoðunarnefndir, siðareglur, sektarákvæði ofl.)

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra
1) Frumvarp til laga um breytingu á raforkulögum og lögum um Orkustofnun (Raforkueftirlitið)
2) Endurskipulagning stofnanaskipulags umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins – frekari samþætting verkefna
3) Ofanflóðavarnir

Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra
Tillaga til þingsályktunar um stefnumótandi aðgerðir til eflingar þekkingarsamfélags á Íslandi til ársins 2025

Nánari upplýsingar veita hlutaðeigandi ráðuneyti.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum