Hoppa yfir valmynd
22. mars 2024 Forsætisráðuneytið

Fundur ríkisstjórnarinnar 22. mars 2024

Eftirfarandi mál var á dagskrá ríkisstjórnarinnar í dag:

Utanríkisráðherra
Sameiginleg bókun um fiskveiðiviðræður milli Íslands og Grænlands varðandi aðgang til makrílveiða á Norðaustur-Atlantshafi á árinu 2024

Utanríkisráðherra / innviðaráðherra
Kæra Rússlands gegn 37 aðildarríkjum Alþjóðaflugmálastofnunarinnar (ICAO) vegna meintra brota á Chicago-samningnum

Fjármála- og efnahagsráðherra

1) Frumvarp til laga um brottfall ýmissa laga á fjármálamarkaði (úrelt lög)
2) Frumvarp til laga um innviði á markaði fyrir fjármálagerninga sem byggjast á dreifðri færsluskrártækni
3) Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum á fjármálamarkaði (lagfæringar)
4) Frumvarp til laga um breytingu á lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, nr. 129/1997 (fjárfestingarkostir viðbótarlífeyrissparnaðar)
5) Frumvarp til laga um breytingu á lögum um opinber innkaup, nr. 120/2016 (markviss innkaup, stofnanaumgjörð)
6) Frumvarp til laga um skipan upplýsingatækni í rekstri ríkisins
7) Frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekjuskatt, nr. 90/2003 (barnabætur, sérstakur vaxtastuðningur)
8) Óbreyttir stýrivextir í mars

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra 
1) Frumvarp til laga um breytingu á lögum um úrvinnslugjald, nr. 162/2002 (hringrásarhagkerfið, umbúðir, ökutæki o.fl.)
2) Frumvarp til laga um breytingu á lögum um Orkusjóð, nr. 76/2020 (Loftslags- og orkusjóður)

Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra
1) Frumvarp til laga um frjálst flæði ópersónugreinanlegra gagna
2) Frumvarp til laga um Nýsköpunarsjóðinn Kríu
3) Frumvarp til laga um breytingu á lögum um Menntasjóð námsmanna, nr. 60/2020 (ábyrgðarmenn og námsstyrkir)

Dómsmálaráðherra
1) Frumvarp til laga um breytingu á lögræðislögum, nr. 71/1997 (nauðungarvistanir, yfirlögráðendur o.fl.)
2) Frumvarp til laga um breytingar á lögum um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka og lögum um framkvæmd alþjóðlegra þvingunaraðgerða og frystingu fjármuna (áhættumat o.fl.)
3) Frumvarp til laga um breytingu á lögum um fullnustu refsninga, nr. 15/2016 (samfélagsþjónusta og reynslulausn)
4) Frumvarp til laga um breytingu á lögum um aðför og lögum um nauðungarsölu (miðlun og form gagna, notkun fjarfundabúnaðar, birtingar o.fl.)

Innviðaráðherra
Frumvarp til laga um breytingu á umferðarlögum, nr. 77/2019 (smáfarartæki o.fl.).

Heilbrigðisráðherra
1) Frumvarp til breytinga á lögum um sjúkratryggingar (ýmsar breytingar)
2) Frumvarp til laga um breytingu á lögum um sjúkraskrár og lögum um landlækni og lýðheilsu (miðlun sjúkraskrárupplýsinga milli landa)
3) Frumvarp til laga um breytingu á lögum um vísindarannsóknir á heilbrigðissviði, nr. 44/2014 (umfjöllun Persónuverndar)
4) Frumvarp til laga um breytingu á lögum um sjúkraskrár, nr. 55/2009 (umsýsluumboð)

Mennta- og barnamálaráðherra
Niðurstöður starfshóps um sameiginlegar starfsstöðvar/samhæfða svæðaskipan

Félags- og vinnumarkaðsráðherra
1) Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna samstarfs og eftirlits á vinnumarkaði
2) Frumvarp til laga um breytingu á lögum um fæðingar- og foreldraorlof og lögum um sorgarleyfi (stuðningur við kjarasamninga)
3) Frumvarp til laga um breytingar á lögum um réttindagæslu fyrir fatlað fólk, nr. 88/2011 (réttindagæslumenn og persónulegir talsmenn)

Menningar- og viðskiptaráðherra
1) Neytendamarkaðssetning í ferðaþjónustu vegna jarðhræringa í Grindavík og áhrifa þeirra
2) Frumvarp til laga um breytingu á lögum um listamannalaun
3) Frumvarp til laga um breytingu á lögum um opinber skjalasöfn
4) Frumvarp til laga um breytingu á lögum um samvinnufélög
5) Frumvarp til markaðssetningarlaga
6) Tillaga til þingsályktunar um bókmenntastefnu fyrir árin 2024-2030
7) Tillaga til þingsályktunar um eflingu og uppbyggingu sögustaða
8) Tillaga til þingsályktunar um ferðamálastefnu og aðgerðaáætlun til 2030

Nánari upplýsingar veita hlutaðeigandi ráðuneyti.
 

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum