Þingmálaskrá 151. löggjafarþings 2020–2021
Samkvæmt 1. mgr. 47. gr. laga um þingsköp Alþingis, nr. 55/1991, skal fylgja eftirriti stefnuræðu forsætisráðherra við upphaf þings yfirlit um þau mál sem ríkisstjórn hyggst leggja fram á þinginu ásamt áætlun um hvenær þeim verður útbýtt. Yfirlit fyrir 151. löggjafarþing fer hér á eftir. Fram kemur hvenær ætlunin er að leggja mál fram. Flutt kunna að verða fleiri mál en getið er og atvik geta hindrað flutning einstakra mála. Í samræmi við 2. mgr. 47. gr. laganna mun ríkisstjórnin jafnframt við upphaf vetrarþings, að loknu jólahléi, afhenda forseta Alþingis endurskoðaða áætlun um framlagningu stjórnarfrumvarpa á vetrar- og vorþingi ásamt áætluðum útbýtingardegi.
- Þingmálaskrá 151. löggjafarþings 2020–2021 til útprentunar (PDF)
- Endurskoðuð þingmálaskrá 151. löggjafarþings 2020-2021 til útprentunar (PDF) - janúar 2021
Endurskoðuð áætlun um framlagningu þingmála á vetrar- og vorþingi 2021
Ný mál eru auðkennd með því að þeim fylgir lýsing á efni. Niðurfelld mál eru með ljósara letri.
Forsætisráðherra
| Áætlaður útbýtingar- dagur eða staða máls | |
1. | Frumvarp til laga um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna. | Október – lagt fram. |
2. | Frumvarp til laga um stjórnsýslu jafnréttismála. | Október – lagt fram. |
3. | Frumvarp til laga um breytingu á lögum um kynrænt sjálfræði, nr. 80/2019 (breytt aldursviðmið). | Október – lagt fram. |
4. | Frumvarp til laga um breytingu á lögum um kynrænt sjálfræði, nr. 80/2019 (ódæmigerð kyneinkenni). | Október – lagt fram. |
5. | Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna laga um kynrænt sjálfræði, nr. 80/2019 (breytt kynskráning). | Október – lagt fram. |
6. | Frumvarp til laga um breytingu á lögum um sanngirnisbætur fyrir misgjörðir á stofnunum eða heimilum sem falla undir lög nr. 26/2007, nr. 47/2010 (lokauppgjör). | Október – lagt fram. |
7. | Frumvarp til laga um breytingu á stjórnsýslulögum, nr.37/1993 (starfshættir kærustjórnvalda). [Breytt heiti frumvarps.] | Janúar → 31. mars. |
8. | Frumvarp til laga um Vísinda- og nýsköpunarráð. | Janúar → 31. mars. |
9. | Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum er varða eignarráð og nýtingu fasteigna (landamerki, óskipt sameign, forkaupsréttur vegna náttúruverndar og menningarminja, o.fl.) [Breytt frumvarp.] | 19. mars. |
10. | Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum er varða fjárfestingar erlendra aðila í fasteignum, auðlindum og grunnvirkjum (heimildir stjórnvalda). | 19. mars. |
11. | Skýrsla forsætisráðherra um framkvæmd þingsályktana frá árinu 2019. | Október – lögð fram. |
12. | Skýrsla forsætisráðherra um ábendingar sem varða stjórnsýsluna í rannsóknarskýrslum Alþingis um orsakir falls íslensku bankanna 2008, orsakir erfiðleika og falls sparisjóðanna og Íbúðalánasjóð og viðbrögð við þeim. | Nóvember – lögð fram. |
13. | Skýrsla forsætisráðherra um málefni þjóðlendna. | 31. maí. |
14. | Skýrsla forsætisráðherra um framkvæmd upplýsingalaga. | 31. maí. |
15. | Frumvarp til laga um brottfall laga um vísitölu byggingarkostnaðar, nr. 42/1987 (lagasamræming). Frumvarpið felur í sér að mælingar á vísitölu byggingarkostnaðar falli undir lög um Hagstofu Íslands og opinbera hagskýrslugerð, nr. 163/2007, í stað þess að sérlög gildi um það efni. Fyrir liggur aðlaunataxtar kjarasamninga og breytingar á virðisaukaskatti orsaka tilfærslur í mælingum vísitölunnar sem valdið hafa notendum vanda. Þörf er á umbótum við mælingu vísitölunnar og með því að lög nr. 163/2007 gildi í því efni yrði Hagstofu Íslands gert kleift að líta til alþjóðlegrar þróunar í aðferðafræði. Jafnframt yrði lagaumhverfi hagskýrslugerðar hérlendis fært til samræmis við fyrirkomulag annars staðar á Norðurlöndunum. | 26. febrúar. |
16. | Frumvarp til laga um breytingu á lögum um jafna meðferð óháð kynþætti og þjóðernisuppruna, nr. 85/2018 (fjölgun mismununarþátta). Lagt er til að bæta við lögin tilteknum mismununarþáttum, sbr. ákvæði til bráðabirgða í lögum um jafna meðferð óháð kynþætti og þjóðernisuppruna. Lagt er til að lögin kveði á um meginregluna um jafna meðferð einstaklinga á öllum sviðum samfélagsins, utan vinnumarkaðar – ekki eingöngu óháð kynþætti og þjóðernisuppruna líkt og gildandi lög heldur jafnframt óháð trú, lífsskoðun, fötlun, aldri, kynhneigð, kynvitund, kyneinkennum og kyntjáningu. Meðal annars er átt við bann við mismunun á grundvelli framangreindra mismununarþátta í tengslum við félagslega vernd, vörukaup og þjónustu og í skólum og öðrum menntastofnunum nema slíkt sé unnt að réttlæta á málefnalegan hátt með lögmætu markmiði og aðferðirnar til að ná þessu markmiði séu viðeigandi og nauðsynlegar. Lagt er til ákvæði um frávik vegna aldurs í tilteknum tilfellum. | 31. mars. |
Dómsmálaráðherra
1. | Frumvarp til laga um breytingu á barnalögum, nr. 76/2003 (skipt búseta barns). | Október – lagt fram. |
2. | Frumvarp til laga um breytingu á lögum um kyrrsetningu, lögbann o.fl., nr. 31/1990 (lögbann á tjáningu). | Október – lagt fram. |
3. | Frumvarp til laga um skaðabætur vegna ærumeiðinga. | Október → 15. febrúar. |
4. | Frumvarp til laga um breytingu á almennum hegningarlögum, nr. 19/1940 (kynferðisleg friðhelgi). | Október – lagt fram. |
5. | Frumvarp til laga um breytingu á almennum hegningarlögum, nr. 19/1940 (umsáturseinelti). | Október – lagt fram. |
6. | Frumvarp til laga um Schengen-upplýsingakerfið. | Október – lagt fram. |
7. | Frumvarp til laga um breytingu á lögum um framsal sakamanna og aðra aðstoð í sakamálum, nr.13/1984 (réttaraðstoð). | Október – lagt fram. |
8. | Frumvarp til laga um breytingu á áfengislögum, nr.75/1998 (sala úr brugghúsum). | Október → 29. janúar. |
9. | Frumvarp til laga um mannanöfn. | Október – lagt fram. |
10. | Frumvarp til laga um breytingu á barnalögum, nr.76/2003 (kynrænt sjálfræði). | Október – lagt fram. |
11. | Frumvarp um breytingu á ýmsum lögum vegna heimsfaraldurs kórónuveiru (meðferð mála og framlenging bráðabirgðaheimilda). | Október – lagt fram. |
12. | Frumvarp til laga um breytingu á þinglýsingalögum, nr.39/1978 (skilmálabreytingar). | Október – lagt fram. |
13. | Frumvarp til laga um breytingu á lögum um útlendinga, nr.80/2016 (alþjóðleg vernd, dvalarleyfi). | Október → 29. janúar. |
14. | Frumvarp til laga um breytingu á lögum um gjaldþrotaskipti o.fl., nr. 21/1991 (kennitöluflakk). | Nóvember → 29. janúar. |
15. | Frumvarp til laga um breytingu á almennum hegningarlögum, nr. 19/1940 (ábyrgð lögaðila). | Fellt niður. |
16. | Frumvarp til laga um breytingu á lögum um meðferð sakamála, nr. 88/2008 (bótafjárhæðir). | Fellt niður. |
17. | Frumvarp til laga um breytingu á lögum um peningaþvætti, nr. 140/2018 (sýndareignir o.fl.). | Nóvember – lagt fram. |
18. | Frumvarp til laga um breytingu á lögum um meðferð sakamála, nr. 88/2008 (staða brotaþola). | Nóvember → 29. janúar |
19. | Frumvarp til laga um breytingu á almennum hegningarlögum, nr. 19/1940 (refsiþynging vegna kynþáttafordóma o.fl.). | Nóvember → 29. janúar. |
20. | Frumvarp til laga um breytingu á lögreglulögum, nr.90/1996 (eftirlit með lögreglu, lögregluráð). | Nóvember – lagt fram. |
21. | Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum (rafræn birting ákvaða). | Fellt niður. |
22. | Frumvarp til laga um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar. | Desember → 29. janúar. |
23. | Frumvarp til laga um breytingu á lögum um fullnustu refsinga og almennum hegningarlögum (ýmsar breytingar). | Janúar → 26. febrúar. |
24. | Frumvarp til laga um breytingu á lögum um lögmenn, lögum um dómstóla, lögum um meðferð einkamála og lögum um meðferð sakamála (endurmenntun lögmanna, setningar dómara og réttarfarsbreytingar). | Febrúar → 31. mars. |
25. | Frumvarp til laga um breytingu á lögum um almannavarnir, nr. 82/2008 (ýmsar breytingar). | 26. febrúar. |
26. | Frumvarp til laga um breytingu á lögum um útgáfu og notkun nafnskírteina, nr. 25/1965 (ný nafnskírteini). | Fellt niður. |
27. | Frumvarp til laga um breytingu á hjúskaparlögum, nr.31/1993 (ýmsar breytingar). | Febrúar → 26. febrúar. |
28. | Frumvarp til laga um breytingu á lögum um framkvæmd eignarnáms, nr. 11/1973 (heildarendurskoðun). | Febrúar → 31. mars. |
29. | Frumvarp til laga um breytingu á lögum um útlendinga, nr.80/2016 (landamæri). | 31. mars. |
30. | Frumvarp til laga um breytingu á almennum hegningarlögum, 19/1940 (mansal). | 28. febrúar. |
31. | Frumvarp til laga um breytingu á lögum um samningsbundna gerðardóma nr. 53/1989 (heildarendurskoðun). | 31. mars. |
32. | Frumvarp til laga um kjaramál flugvirkja Landhelgisgæslu Íslands. [Utan þingmálaskrár.] | Nóvember – lagt fram. |
33. | Frumvarp til laga um breytingu á lögum um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, nr. 140/2018 (rekstraraðilar sérhæfðra sjóða). [Utan þingmálaskrár.] | Desember – lagt fram. |
34. | Frumvarp til laga um breytingu á lögum um almannavarnir, nr. 100/2007 (borgaraleg skylda starfsmanna opinberra aðila, framlenging). Með frumvarpinu er lagt til að tryggt verði svigrúm opinberra aðila til að færa starfsmenn milli starfa til að sinna verkefnum sem hafa forgang á hættustundu, þannig verði hægt að fara fram á breytingu á starfsskyldum og starfsstöðvum viðkomandi starfsmanna eftir þörfum. | 18. janúar. |
35. | Frumvarp til laga um breytingu á lögum um Lúganósamninginn, nr. 7/2011 (framlenging heimildar). Í frumvarpinu er lagt til að mál sem borist hafa dómstólum fyrir 31.12.2020, tengjast Bretlandi og byggja á Lúganósamningnum verði unnt að afgreiða á grundvelli samningsins þrátt fyrir útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu og þar með Lúganósamstarfinu. | 29. janúar. |
36. | Frumvarp til breytinga á lögum um kosningar til Alþingis (rafræn meðmælendasöfnun). Í frumvarpinu eru lagðar til breytingar svo safna megi meðmælendum með framboðum og listabókstöfum með rafrænum hætti. Einnig eru lagðar til breytingar svo unnt verði að gera þeim sem eru í sóttkví kleift að greiða atkvæði utan kjörfundar. | 26. febrúar. |
37. | Frumvarp til laga um breytingu á lögum um meðferð sakamála, nr. 88/2008 (aðstoð við fólk í nauðum vegna fíkniefnaneyslu, refsileysi). Með frumvarpinu er lagt til að þeim, sem kemur manni sem er í nauðum staddur vegna fíkniefnaneyslu, verði ekki refsað fyrir vörslu fíkniefna. Markmiðið með frumvarpinu er að koma í veg fyrir alvarleg tilvik og jafnvel andlát þeirra sem neytt hafa fíkniefna þar sem viðstaddir koma ekki hinum nauðstadda til aðstoðar þar sem þeir sjálfir eiga á hættu að verða sakfelldir fyrir vörslu fíkniefna. | 26. febrúar. |
Ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra
1. | Frumvarp til laga um opinberan stuðning við nýsköpun. | Október – lagt fram. |
2. | Frumvarp til laga um Tækniþróunarsjóð. | Október – lagt fram. |
3. | Frumvarp til laga um breytingu á lögum um skráningu raunverulegra eigenda, nr. 82/2019 (skipti eða slit tiltekinna skráningarskyldra aðila). | Október → 26. febrúar |
4. | Frumvarp til laga um breytingu á lögum um tímabundnar endurgreiðslur vegna hljóðritunar á tónlist, nr. 110/2016 (lækkuð lágmarkslengd spilunartíma). | Október – lagt fram. |
5. | Frumvarp til laga um viðskiptaleyndarmál. | Október – lagt fram. |
6. | Frumvarp til laga um ráðstafanir gegn óréttmætri takmörkun á netumferð o.fl. | Október – lagt fram. |
7. | Frumvarp til laga um breytingu á lögum um merkingar og upplýsingaskyldu varðandi vörur sem tengjast orkunotkun, nr. 72/1994 (orkumerkingar). | Október – lagt fram. |
8. | Frumvarp til laga um breytingu á lögum um Nýsköpunarsjóð atvinnulífsins, nr. 61/1997 (endurskoðun laga). | Nóvember → 31. mars |
9. | Frumvarp til laga um breytingu á lögum um Neytendastofu, nr. 62/2005, o.fl. (endurskoðun stjórnsýslu neytendamála). | Nóvember – lagt fram. |
10. | Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum á málefnasviði ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra (einföldun regluverks). | Nóvember →18. janúar. |
11. | Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum er varða úrskurðaraðila á sviði neytendamála (einföldun úrskurðarnefnda). | Nóvember – lagt fram. |
12. | Frumvarp til laga um breytingu á lögum um ársreikninga, lögum um hlutafélög, lögum um einkahlutafélög og lögum um fyrirtækjaskrá (slit, skipti og dagsektarákvæði). | Nóvember → 26. febrúar |
13. | Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 98/2004, um jöfnun kostnaðar við dreifingu raforku (verðlagshækkun á jöfnunargjaldi raforku). | Nóvember – lagt fram. |
14. | Frumvarp til laga um breytingu á lögum um tímabundnar endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar á Íslandi, nr. 43/1999 (skilyrði endurgreiðslu o.fl.). | Nóvember → 29. janúar. |
15. | Frumvarp til laga um breytingu á raforkulögum, nr. 65/2003 (tekjumörk, ákvörðun rekstrarkostnaðar, tilfærsla of- eða vantekinna gjalda o.fl.) | Nóvember → 15. mars. |
16. | Frumvarp til laga um breytingu á lögum um pakkaferðir og samtengda ferðatilhögun, nr.95/2018. | Nóvember → 26. febrúar. |
17. | Frumvarp til laga um breytingu á lögum um hlutafélög, nr.2/1995 (hluthafar og milliliðir). | Nóvember → 31. mars. |
18. | Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum á sviði ferðamála (einföldun regluverks og samkeppnismat). | 31. mars. |
19. | Frumvarp til laga um breytingu á lögum um einkaleyfi, nr.17/1991 (EES-reglur). | 31. mars. |
20. | Frumvarp til laga um breytingu á iðnaðarlögum, nr. 42/1978 (löggiltar iðngreinar). | Fellt niður. |
21. | Frumvarp um breytingu á lögum um ferðagjöf, nr. 54/2020 (framlenging á gildistíma). [Utan þingmálaskrár.] | Nóvember – lagt fram. |
22. | Frumvarp til laga um félög til almannaheilla. Með frumvarpinu eru lögð til heildarlög sem gilda um félög sem skráð eru í almannaheillafélagaskrá og stofnað er til eða starfrækt eru í þeim tilgangi að efla afmörkuð málefni til almannaheilla samkvæmt samþykktum sínum. Endurflutt. | 29. janúar. |
Félags- og barnamálaráðherra
1. | Frumvarp til laga um breytingu á lögum um mannvirki, nr. 160/2010 (endurskoðun byggingarmála). | Október – lagt fram. |
2. | Frumvarp til laga um breytingu á lögum um stéttarfélög og vinnudeilur, nr. 80/1938 (Félagsdómur). | Október – lagt fram. |
3. | Frumvarp til laga um skrá yfir störf hjá sveitarfélögum sem heimild til verkfalls nær ekki til vegna nauðsynlegustu heilbrigðis- og öryggisþjónustu við íbúa. | Október – lagt fram. |
4. | Frumvarp til laga um fæðingar- og foreldraorlof. | Október – lagt fram. |
5. | Frumvarp til starfskjaralaga. | Október → 29. janúar. |
6. | Frumvarp til laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna. | Október – lagt fram. |
7. | Frumvarp til laga um Barna- og fjölskyldustofu. | Október – lagt fram. |
8. | Frumvarp til laga um Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála. | Október – lagt fram. |
9. | Frumvarp til laga um barnavernd. | Október → 26. febrúar. |
10. | Frumvarp til laga um breytingu á lögum um Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins, nr. 83/2003 (hlutverk stofnunarinnar og samþætting þjónustu). | Október → 29.janúar. |
11. | Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum er varða þjónustu í þágu barna (samþætting þjónustu og snemmtækur stuðningur). | Október → 29.janúar. |
12. | Frumvarp til laga um breytingu á húsaleigulögum, nr. 36/1994 (bætt réttarstaða og húsnæðisöryggi leigjenda). | Október →26. febrúar. |
13. | Frumvarp til laga um öryggisgæslu og öryggisvistun. | Nóvember → 26. febrúar. |
14. | Frumvarp til laga um breytingu á lögum um húsnæðismál, nr.44/1998 (endurskoðun lánaheimilda). | Nóvember → 26. febrúar. |
15. | Frumvarp til laga um umönnunargreiðslur til foreldra langveikra eða alvarlega fatlaðra barna. | 31. mars. |
16. | Frumvarp til laga um breytingu á lögum um atvinnuleysistryggingar, nr. 54/2006 (tekjutengdar bætur). [Utan þingmálaskrár.] | Nóvember – lagt fram. |
17. | Frumvarp til laga um breytingu á lögum um málefni innflytjenda, nr. 116/2012 (móttaka flóttafólks og innflytjendaráð). [Utan þingmálaskrár.] | 29. janúar. |
18. | Frumvarp til laga um greiðslur til íþróttafélaga vegna launakostnaðar á tímum kórónuveirufaraldurs. [Utan þingmálaskrár.] | Nóvember – lagt fram. |
19. | Frumvarp til laga um breytingu á lögum um félagslega aðstoð og lögum um almannatryggingar (framfærsluuppbót og eingreiðsla). [Utan þingmálaskrár.] | Nóvember – lagt fram. |
20. | Frumvarp til laga um breytingu á lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, nr. 46/1980 (vinnutími starfsmanna sem veita notendastýrða persónulega aðstoð). [Utan þingmálaskrár.] | 29. janúar. |
21. | Frumvarp til laga um breytingu á lögum um fjöleignarhús, nr. 26/1994 (rafrænir húsfundir, blandað húsnæði og bílageymslur). Með frumvarpinu er fyrirhugað að bætt verði við lögin heimild til að halda rafræna húsfundi og hafa rafræn samskipti milli félagsmanna húsfélags. Slíkt er ekki heimilt að óbreyttum lögum og hefur valdið verulegum vanda á síðastliðnu ári þar sem ekki hefur þá verið unnt að halda löglega húsfundi vegna samkomutakmarkana vegna COVID-19. Einnig er áformað að gera breytingu á lögunum til að eigendum verði heimilt að semja sérstaklega sín á milli um einstaka ákvæði laganna þegar um blandað húsnæði er að ræða og þegar bílakjallari er byggður undir fjöleignarhús, eitt eða fleiri. | 31. mars. |
22. | Frumvarp til laga um breytingu á lögum um málefni innflytjenda, nr. 116/2012 (móttaka flóttafólks og innflytjendaráð). Með frumvarpinu er lagt til að Fjölmenningarsetri verði falið ákveðið hlutverk vegna samræmdrar móttöku flóttafólks, þar á meðal við að tengja saman flóttafólk og móttökusveitarfélög, annast gerð upplýsingaefnis og veita sveitarfélögum stuðning og faglega ráðgjöf. Jafnframt eru lagðar til breytingar á heimildum Fjölmenningarseturs til vinnslu persónuupplýsinga og á skipan innflytjendaráðs. | 29. janúar. |
23. | Tillaga til þingsályktunar um stefnu og aðgerðaáætlun um barnvænt Ísland. Stefna og aðgerðaáætlun um markvissa innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Markmið hennar er að Ísland uppfylli ýtrustu kröfur Barnaréttarnefndar SÞ. | 29. janúar. |
Fjármála- og efnahagsráðherra
1. | Frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2021. | Október – lagt fram. |
2. | Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna fjárlaga fyrir árið 2021. | Október – lagt fram. |
3. | Frumvarp til fjáraukalaga fyrir árið 2020. | Október – lagt fram. |
4. | Frumvarp til laga um staðfestingu ríkisreiknings 2019. | Október – lagt fram. |
5. | Frumvarp til laga um fjárhagslegar viðmiðanir. | Október – lagt fram. |
6. | Frumvarp til laga um breytingu á lögum um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002 (varnarlína um fjárfestingarbankastarfsemi). | Október – lagt fram. |
7. | Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna hækkunar lágmarksiðgjalds til lífeyrissjóðs og ákvæða um tilgreinda séreign (hækkun lágmarksiðgjalds, tilgreind séreign o.fl.). | Október → 8. mars. |
8. | Frumvarp til laga um reglubundna og viðvarandi upplýsingaskyldu útgefenda verðbréfa. | Október – lagt fram. |
9. | Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna samsköttunar félaga, takmörkunar á frádrætti vaxtagjalda og skattlagningar útsendra starfsmanna (samsköttun og erlent vinnuafl). | Október – lagt fram. |
10. | Frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekjuskatt, nr.90/2003 (milliverðlagning). | Október – lagt fram. |
11. | Frumvarp til laga um stafrænt pósthólf. | Október → 8. febrúar. |
12. | Frumvarp til laga um breytingu á lögum um vexti og verðtryggingu, nr. 38/2001 (takmarkanir á notkun verðtryggingar í lánssamningum til neytenda). | Október → 29. janúar. |
13. | Frumvarp til laga um breytingu á lögum um fjárstuðning til minni rekstraraðila vegna heimsfaraldurs kórónuveiru, nr. 38/2020 (lokunarstyrkir). | Október – lagt fram. |
14. | Frumvarp til laga um breytingu á lögum um opinber fjármál, nr. 123/2015 (skilyrði um heildarjöfnuð og skuldahlutfall). | Október – lagt fram. |
15. | Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum á vátryggingamarkaði o.fl. (stjórnarmenn og framkvæmdastjóri, kröfur um hæfi, búsetuskilyrði o.fl.). | Nóvember → 19. febrúar. |
16. | Frumvarp til laga um breytingu á lögum um skilameðferð lánastofnana og verðbréfafyrirtækja, nr. 70/2020 (forgangsröð krafna við skila- og slitameðferð). | Nóvember → 23. febrúar. |
17. | Frumvarp til laga um markaði fyrir fjármálagerninga. | Nóvember → 26. febrúar. |
18. | Frumvarp til laga um markaðssvik. | Nóvember → 5. febrúar. |
19. | Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum um skatta og gjöld (skattalegt heimilisfesti, tollafgreiðsla, bifreiðagjald, aukatekjur ríkissjóðs o.fl.). | Nóvember – lagt fram. |
20. | Frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekjuskatt og lögum um staðgreiðslu skatts á fjármagnstekjur (stofn fjármagnstekjuskatts). | Nóvember – lagt fram. |
21. | Frumvarp til laga um breytingu á lögum um virðisaukaskatt, nr. 50/1988 (fjármálaþjónusta o.fl.). | Nóvember – lagt fram. |
22. | Frumvarp til laga um breytingu á lögum um tryggingagjald, nr. 113/1990 (fyrirkomulag tryggingagjalds). | Nóvember → 31. mars. |
23. | Frumvarp til laga um breytingu á lögum er varða rannsókn og saksókn í skattalagabrotum (tvöföld refsing). | Nóvember – lagt fram. |
24. | Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum um skatta og gjöld (þriðji geirinn). | Nóvember – lagt fram. |
25. | Frumvarp til laga um sérleyfissamninga vegna afnota af landi í eigu ríkisins. | Desember → 20. janúar. |
26. | Frumvarp til laga um breytingu á lögum um afleiðuviðskipti, miðlæga mótaðila og afleiðuviðskiptaskrár, nr. 15/2018 (EMIR Refit). | Desember → 8. febrúar. |
27. | Frumvarp til laga um lykilupplýsingaskjöl fyrir pakkaðar og vátryggingatengdar fjárfestingarafurðir fyrir almenna fjárfesta. | Janúar → 2. mars. |
28. | Frumvarp til laga um breytingu á lögum um ríkisábyrgðir og lögum um lánasýslu ríkisins (endurskoðun). | Janúar → 1. mars. |
29. | Frumvarp til laga um verðbréfasjóði. | Janúar → 23. mars. |
30. | Frumvarp til laga um gjaldeyrismál. | 29. janúar. |
31. | Frumvarp til laga um greiðsluþjónustu. | 29. janúar. |
32. | Frumvarp til laga um breytingu á lögum um yfirskattanefnd, nr. 30/1992 (nefndarmenn). | Fellt niður. |
33. | Frumvarp til laga um breytingu á lögum um ökutækjatryggingar, nr. 30/2019 (viðurlög o.fl.) | Febrúar → 16. mars. |
34. | Frumvarp til laga um breytingu á lögum um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002 (CRD og CRR). | Febrúar → 30. mars. |
35. | Frumvarp til laga um breytingu á tollalögum, nr. 88/2005 (heimildir tollyfirvalda til vinnslu persónuupplýsinga o.fl.). [Breytt heiti frumvarps.] | 26. febrúar. |
36. | Frumvarp til laga um opinberar framkvæmdir og fasteignaumsýslu ríkisins. | Febrúar → 15. mars. |
37. | Frumvarp til laga um breytingu á tollalögum, nr. 88/2005 (aðstaða til tolleftirlits). | Fellt niður. |
38. | Frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekjuskatt, nr. 90/2003 (skattlagning tekna erlendra lögaðila í lágskattaríkjum). | 31. mars. |
39. | Frumvarp til laga um breytingu á lögum um virðisaukaskatt, nr. 50/1988 (byggingastarfsemi, almenningssamgöngur o.fl.). | 31. mars. |
40. | Frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekjuskatt og lögum um yfirskattanefnd (nýsköpun, yfirskattanefnd). [Breytt heiti frumvarps.] | 31. mars. |
41. | Frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekjuskatt og lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda (takmörkuð skattskylda). | Fellt niður. |
42. | Tillaga til þingsályktunar um fjármálaáætlun fyrir árin 2021–2025. | Október – lögð fram. |
43. | Tillaga til þingsályktunar um fjármálaáætlun fyrir árin 2022–2026. | 31. mars. |
44. | Frumvarp til laga um tekjufallsstyrki. [Utan þingmálaskrár.] | Október – lagt fram. |
45. | Frumvarp til laga um skipagjald. [Utan þingmálaskrár.] | Nóvember – lagt fram. |
46. | Frumvarp til laga um viðspyrnustyrki. [Utan þingmálaskrár.] | Nóvember – lagt fram. |
47. | Frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekjuskatt (hvatar til fjárfestinga). [Utan þingmálaskrár.] | Nóvember – lagt fram. |
48. | Frumvarp til laga um breytingu á lögum um fasteignalán til neytenda, nr. 118/2016 (skýrari regluheimild). Með frumvarpinu eru lagðar til breytingar á 27. gr. laga um fasteignalán til neytenda sem kveður á um heimild Seðlabanka Íslands til að ákvarða í reglum, að undangengnu samþykki fjármálastöðugleikanefndar, hámark heildarfjárhæðar fasteignaláns eða greiðslubyrðar þess í hlutfalli við tekjur neytanda. Lagt er til að reglusetningarheimildin verði gerð skýrari með því að kveða á um á hvaða bili hámarkið geti verið. | 19. mars |
Heilbrigðisráðherra
1. | Frumvarp til laga um breytingu á lögum um lífsýnasöfn og söfn heilbrigðisupplýsinga og lögum um vísindarannsóknir á heilbrigðissviði (aðgangur að heilbrigðisgögnum). | Október – lagt fram. |
2. | Frumvarp til laga um lækningatæki. | Október – lagt fram. |
3. | Frumvarp til laga um breytingu á lögum um slysatryggingar almannatrygginga, nr. 45/2015 (ýmsar breytingar). | Nóvember – lagt fram. |
4. | Frumvarp til laga um breytingu á sóttvarnalögum, nr. 19/1997 (opinberar sóttvarnaráðstafanir). | Janúar – lagt fram. |
5. | Frumvarp til laga um breytingu á lögum um málefni aldraðra, nr. 125/1999 (hlutverk og fjöldi færni- og heilsumatsnefnda). | Fellt niður. |
6. | Frumvarp til laga um breytingu á lögum
um ávana- og fíkniefni, nr. 65/1974 (varsla). | Febrúar → 31. mars. |
7. | Frumvarp til laga um breytingu á lögum um sjúklingatryggingu, nr. 111/2000 (tryggingar í lyfjarannsóknum). | Febrúar → 29. janúar. |
8. | Frumvarp til laga um breytingu á lögum um landlækni og lýðheilsu, nr. 41/2007 (kvörtun til landlæknis). | 26. febrúar. |
9. | Frumvarp til laga um breytingu á lögum um réttindi sjúklinga, nr. 74/1997 (þvinguð meðferð, inngrip og önnur valdbeiting). | Mars → 26. febrúar. |
10. | Frumvarp til laga um breytingu á lögum
um rafrettur og áfyllingar fyrir rafrettur, nr. 87/2018 (nikótínvörur, eftirlit o.fl.). | 31. mars. |
11. | Frumvarp til laga um breytingu á lögum
um ávana- og fíkniefni, nr. 65/1974 (iðnaðarhampur). | 31. mars. |
12. | Tillaga til þingsályktunar um stofnun landsráðs um mönnun og menntun í heilbrigðiskerfinu. | Mars → 26. febrúar |
13. | Tillaga til þingsályktunar um lýðheilsustefnu. | 31. mars. |
14. | Frumvarp til laga um breytingu á lögum um sjúklingatryggingu (bólusetning fyrir kórónuveiru). [Utan þingmálaskrár.] | Nóvember – lagt fram. |
Mennta- og menningarmálaráðherra
1. | Frumvarp til laga um breytingu á höfundalögum, nr. 73/1972, (takmarkanir á einkarétti höfunda til hagsbóta fyrir einstaklinga með sjón- eða lestrarhömlun). | Október – lagt fram. |
2. | Frumvarp til laga um breytingu á lögum um fjölmiðla, nr. 38/2011 (stuðningur við rekstur einkarekinna fjölmiðla). | Október – lagt fram. |
3. | Frumvarp til laga um breytingu á lögum um listamannalaun, nr. 57/2009 (tímabundin fjölgun starfslauna). | Október – lagt fram. |
4. | Frumvarp til laga um stuðning vegna rekstrartaps menningartengdra fyrirtækja og sjálfstætt starfandi listamanna vegna heimsfaraldurs kórónuveiru (tímabundinn stuðningur). | Fellt niður. |
5. | Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, nr. 90/2018 (mennta- og menningarmál). [Breytt heiti frumvarps.] | Nóvember → 26. febrúar. |
6. | Frumvarp til laga um breytingu á lögum um Ríkisútvarpið, fjölmiðil í almannaþágu, nr.23/2013 (upplýsingaréttur almennings). | Nóvember – lagt fram. |
7. | Frumvarp til laga um breytingu á lögum um háskóla, nr. 63/2006 og lögum um opinbera háskóla, nr. 85/2008 (aðgangsskilyrði í háskóla). | Nóvember → 29. janúar. |
8. | Frumvarp til laga um breytingu á lögum um fjölmiðla, nr. 38/2011 (hljóð- og myndmiðlunarþjónusta). | Febrúar → 31. mars. |
9. | Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum á málefnasviði mennta- og menningarmála (samningsgerð við einkarekna aðila). | Febrúar → 31. mars. |
10. | Tillaga til þingsályktunar um menntastefnu Íslands til ársins 2030 | Október – lögð fram. |
11. | Tillaga til þingsályktunar um menningarstefnu Íslands til ársins 2030 | Október → 31. mars. |
12. | Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum á málefnasviði mennta- og menningarmála (öflun sakavottorðs). Breytingar á lögum um leikskóla, nr. 90/2008, lögum um grunnskóla, nr. 91/2008, lögum um framhaldsskóla, nr. 92/2008, íþróttalögum, nr. 64/1998, æskulýðslögum, nr. 70/2007, og lögum um lýðskóla, nr. 65/2019 (öflun sakavottorðs). Í dag er eingöngu heimild til að afla upplýsinga úr sakaskrá við ráðningu starfsmanna. Það þýðir að starfsmaður getur síðar brotið af sér en vinnuveitandi fær hugsanlega aldrei upplýsingar um það. Í ljósi þess er lagt til að ákvæðum í þessum lögum sé breytt svo þau nái betur tilgangi sínum og þeim aðilum sem standa að ráðningu veitt skýr lagaheimild til þess að óska eftir endurnýjun á sakavottorðum. | 15. mars. |
13. | Frumvarp til laga um breytingu á lögum um framhaldsskóla, nr. 92/2008, og lögum um grunnskóla, nr. 91/2008 (fagráð eineltismála). Markmiðið með lagasetningunni er að lagaleg umgjörð fagráðs eineltismála á grunn- og framhaldsskólastigi verði í samræmi við þá framkvæmd sem viðhöfð er núna hjá ráðinu. | 30. mars. |
14. | Frumvarp um ný heildarlög um Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra. Lög um Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra, nr. 129/1990, lýsa ekki starfsemi stofnunarinnar eins og hún hefur þróast frá setningu laganna. Setja þarf lög sem ramma inn starfsemi stofnunarinnar til framtíðar. Með nýjum lögum verður leitast við að um þjónustuna gildi skýr og gegnsæ ákvæði. | 30. mars. |
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra
1. | Frumvarp til laga um leigubifreiðaakstur. | Október – lagt fram. |
2. | Frumvarp til laga um íslensk landshöfuðlén. | Október – lagt fram. |
3. | Frumvarp til laga um fjarskipti. | Október – lagt fram. |
4. | Frumvarp til skipalaga. | Október – lagt fram. |
5. | Frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum og lögum um tekjustofna sveitarfélaga (lágmarksíbúafjöldi sveitarfélags). | Október – lagt fram. |
6. | Frumvarp til laga um breytingu á lögum um Innheimtustofnun sveitarfélaga, nr. 54/1971, o.fl. (tilfærsla verkefna). | Október → 26. febrúar. |
7. | Frumvarp til laga um breytingu á lögum um skráningu einstaklinga, nr. 140/2019 (andvana fædd börn og heildarafhending þjóðskrár). | Október – lagt fram. |
8. | Frumvarp til laga um stefnumarkandi áætlanir á sviði samgöngu-, fjarskipta-, sveitarstjórnar- og byggðamála. [Breytt heiti frumvarps.] | Október → 29. janúar. |
9. | Frumvarp til laga um breytingu á hafnalögum, nr. 61/2003 (EES-reglur, gjaldtaka o.fl.). | Nóvember → 29. janúar. |
10. | Frumvarp til laga um breytingu á lögum um farþegaflutninga og farmflutninga á landi, nr.28/2017 (tímabundnir gestaflutningar og eftirlit með greiðslu fargjalda í almenningssamgöngum). [Breytt heiti frumvarps.] | Nóvember → 31. mars. |
11. | Frumvarp til laga um breytingu á umferðarlögum, nr. 77/2019 (skráning eftirvagna, hámarkshraði í vistgötum o.fl.). | Nóvember – lagt fram. |
12. | Frumvarp til laga um loftferðir. | 29. janúar. |
13. | Frumvarp til laga um flugvelli. | 26. febrúar. |
14. | Frumvarp til laga um alþjóðlega skipaskrá. | 26. febrúar. |
15. | Frumvarp til laga um Fjarskiptastofnun. [Breytt heiti.] | 26. febrúar. |
16. | Frumvarp til laga um brottfall ýmissa laga á sviði samgöngu- og sveitarstjórnarmála (úrelt lög). | 26. febrúar. |
17. | Frumvarp til laga um áhafnir skipa. | 26. febrúar. |
18. | Tillaga til þingsályktunar um stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2020–2035. | 31. mars. |
19. | Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna póstmála (flutningur póstmála til Byggðastofnunar). Tilgangur frumvarpsins er að mæla fyrir um lagabreytingar sem nauðsynlegar eru til að færa stjórnsýslu og eftirlit með póstþjónustu frá PFS til Byggðastofnunar. Markmiðið er að Byggðastofnun hafi sömu heimildir og skyldur og PFS fyrir tilfærsluna og að áfram verði tryggð hagkvæm, skilvirk og áreiðanlega póstþjónusta um land allt og til og frá landinu. | 26. febrúar. |
20. | Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins á sveitarfélög (COVID-19 og sveitarfélög). Frumvarpið felur í sér breytingar á lögum sem eiga það sameiginlegt að tilurð þeirra má rekja til þeirra áhrifa sem kórónaveirufaraldurinn hefur haft á íslenskt efnahagslíf og sveitarfélög. Markmið frumvarpsins er að tryggja starfhæfi sveitarstjórna við óvenjulegar aðstæður og veita sveitarfélögum aukið svigrúm til að ráðast í auknar fjárfestingar og mæta aðsteðjandi vanda í rekstri þeirra. Jafnframt er frumvarpinu ætlað að auðvelda sveitarfélögum að koma til móts við rekstraraðila sem eiga í greiðsluerfiðleikum vegna faraldursins með því að lengja tímabundið lögveðstöðu fasteignagjalda úr tveimur árum í fjögur ár og heimila sveitarfélögum að lækka eða falla frá dráttarvöxtum vegna tiltekinna fasteignakrafna á grundvelli reglna sem sveitarfélög setja sér. | 29. janúar. |
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra
1. | Frumvarp til laga um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða og lögum um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands (stjórn veiða á grásleppu). | Október – lagt fram. |
2. | Frumvarp til laga um breytingu á lögum um lax og silungsveiði, nr. 61/2006 (minnihlutavernd, gerð arðskrár o.fl.). | Október – lagt fram. |
3. | Frumvarp til laga um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða, nr. 116/2006 (byggðaráðstafanir o.fl.). | Október – lagt fram. |
4. | Frumvarp til laga um breytingu á lögum um fiskeldi, nr. 71/2008 (útboð lífmassa). | Október – lagt fram. |
5. | Frumvarp til laga um breytingu á búvörulögum, nr. 99/1993 (endurskoðun búvörusamninga). | Október – lagt fram. |
6. | Frumvarp til laga um breytingu á jarðalögum, nr. 81/2007 (einföldun stjórnsýslu jarðamála). | Nóvember – lagt fram. |
7. | Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum á sviði fiskveiðistjórnar (eftirlit Fiskistofu o.fl.). | Desember → 29. janúar. |
8. | Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum á sviði landbúnaðar, matvæla og sjávarútvegs (einföldun regluverks). | Janúar → 26. febrúar. |
9. | Frumvarp til laga um breytingu á búvörulögum, nr. 99/1993 (úthlutun tollkvóta). [Utan þingmálaskrár.] | Nóvember – lagt fram. |
Umhverfis- og auðlindaráðherra
1. | Frumvarp til laga um breytingu á skipulagslögum, nr. 123/2010 (uppbygging innviða og íbúðarhúsnæðis). | Október – lagt fram. |
2. | Frumvarp til laga um breytingu á lögum um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum, nr.49/1997 (markmiðsákvæði, endurskoðun hættumats, sektir o.fl.) | Október – lagt fram. |
3. | Frumvarp til laga um breytingu á lögum um ráðstafanir gegn umhverfismengun af völdum einnota umbúða fyrir drykkjarvörur, nr. 52/1989 (bætt umhverfi endurvinnslu og skilagjalds á drykkjarvöruumbúðir) | Október → 22. janúar |
4. | Frumvarp til laga um Þjóðgarðastofnun og þjóðgarða. | Fellt niður. |
5. | Frumvarp til laga um Hálendisþjóðgarð. | Október – lagt fram. |
6. | Frumvarp til laga um breytingu á lögum um náttúruvernd, nr. 60/2013 (málsmeðferð o.fl.) | Október – lagt fram. |
7. | Frumvarp til laga um vernd, velferð og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum. | Október – lagt fram. |
8. | Frumvarp til laga um breytingu á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir og lögum um loftslagsmál (niðurdæling koltvísýrings). | Október – lagt fram. |
9. | Frumvarp til laga um breytingu á lögum um mat á umhverfisáhrifum, nr. 106/2000 (undantekningar á kröfum um umhverfismat, starfsleyfi til bráðabirgða). | Fellt niður |
10. | Frumvarp til laga um breytingu á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir, nr. 7/1998 (menntun og þjálfun sundkennara og þjálfara, eftirlit með starfsemi og athöfnum o.fl.). | Nóvember → 22. febrúar |
11. | Frumvarp til laga um breytingu á lögum um verndar- og orkunýtingaráætlun, nr. 48/2011 (vindorka). | Nóvember → 31. mars |
12. | Frumvarp til laga um um breytingu á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir, lögum um meðhöndlun úrgangs og lögum um úrvinnslugjald (EES-reglur, hringrásarhagkerfi, ). | Janúar → 12. mars |
13. | Frumvarp til laga um mat á umhverfisáhrifum (heildarendurskoðun). | Janúar → 31. mars |
14. | Frumvarp til laga um breytingu á lögum um loftslagsmál, nr. 70/2012 (markmið um kolefnishlutleysi). | Janúar → 25. mars. |
15. | Tillaga til þingsályktunar um um verndar- og orkunýtingaráætlun. | Október – lögð fram. |
16. | Tillaga til þingsályktunar um viðauka við landsskipulagsstefnu 2015–2026. | Desember → 25. febrúar. |
17. | Tillaga til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár. | Felld niður. |
18. | Frumvarp til laga um breytingu á lögum um loftslagsmál, nr. 70/2012 (leiðrétting o.fl.). Lagðar eru til tæknilegar leiðréttingar á lögunum og að innleiddar verði tvær ákvarðanir ESB sem varða breytingar á áður innleiddum gerðum. | 16. febrúar. |
Utanríkisráðherra
1. | Frumvarp til laga um breytingu á lögum um utanríkisþjónustu Íslands, nr. 39/1971 (forstaða í sendiskrifstofum o.fl.). | Október – lagt fram. |
2. | Frumvarp til laga um breytingu á lögum um ráðstafanir í kjölfar samnings við Bandaríkin um skil á varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli, nr. 176/2006, (niðurfelling ákvæða varðandi Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar ehf. o.fl.). | Október → 31. mars. |
3. | Frumvarp til laga um breytingu á lögum, um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands, nr.121/2008 (fyrirkomulag og framkvæmd alþjóðlegrar þróunarsamvinnu). | Fellt niður. |
4. | Frumvarp til laga um breytingu á varnarmálalögum, nr. 34/2008 (öryggissvæði o.fl.). | Október → 31. mars. |
5. | Tillaga til þingsályktunar um fullgildingu fríverslunarsamnings milli Íslands, Konungsríkisins Noregs, furstadæmisins Liechtenstein og Sameinaða konungsríkisins Stóra-Bretlands og Norður-Írlands. | Október → 31. mars. |
6. | Tillaga til þingsályktunar um heimild til staðfestingar á ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 168/2020 um breytingu á XX. viðauka (Umhverfismál) við EES-samninginn. | Október – lögð fram. |
7. | Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr.16/2020 um breytingu á IX. viðauka (Fjármálaþjónusta) við EES-samninginn. | Október – lögð fram. |
8. | Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr.25/2020 um breytingu á XIII. viðauka (Flutningastarfsemi) við EES-samninginn. | Október – lögð fram. |
9. | Tillaga til þingsályktunar um
staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr.63/2020 um breytingu á IX. viðauka (Fjármálaþjónusta) við EES-samninginn. | Október – lögð fram. |
10. | Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr.67/2020 um breytingu á IX. viðauka (Fjármálaþjónusta) við EES-samninginn. | Október – lögð fram. |
11. | Tillaga til þingsályktunar um
staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr.81/2020 um breytingu á IX. viðauka (Fjármálaþjónusta) við EES-samninginn. | Október – lögð fram. |
12. | Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr.83/2020 um breytingu á XI. viðauka (Rafræn fjarskipti, hljóð- og myndmiðlun og upplýsingasamfélagið) og bókun 37 við EES-samninginn. | Október – lögð fram. |
13. | Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr.19/2020 um breytingu á IX. viðauka (Fjármálaþjónusta) við EES-samninginn. | 28. febrúar. |
14. | Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr.22/2020 um breytingu á IX. viðauka (Fjármálaþjónusta) við EES-samninginn. | 28. febrúar. |
15. | Skýrsla ráðherra um EES-mál. | Nóvember → 31. mars. |
16. | Skýrsla ráðherra um utanríkismál. | Apríl → 6. maí. |
17. | Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 165/2020 um breytingu á XVII. viðauka (Hugverkaréttindi) við EES-samninginn. [Utan þingmálaskrár.] | Nóvember – lögð fram. |
18. | Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu samnings milli Íslands og Færeyja um fiskveiðar innan íslenskrar og færeyskrar lögsögu árið 2021. [Utan þingmálaskrár.] | Nóvember – lögð fram. |
19. | Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 214/2020 um breytingu á IX. viðauka (Fjármálaþjónusta) við EES-samninginn. Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/1991 frá 25. október 2017 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 345/2013 um evrópska áhættufjármagnssjóði og reglugerð (ESB) nr. 346/2013 um evrópska félagslega framtakssjóði. | 28. febrúar. |
20. | Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 235/2020 um breytingu á XIII. viðauka (Flutningastarfsemi) við EES-samninginn. Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/828 frá 17. maí 2017 um breytingu á tilskipun 2007/36/EB að því er varðar hvatningu til þátttöku hluthafa til lengri tíma. | 28. febrúar. |
Ríkisstjórn
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.