Hoppa yfir valmynd

Um sendiskrifstofu

Aðalræðisskrifstofa Íslands í Nuuk var formlega opnuð þann 8. nóvember 2013, þegar Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra og Aleqa Hammond, þáverandi formaður landstjórnar Grænlands afhjúpuðu skjaldarmerki skrifstofunnar á byggingunni við Hans Egedesvej 9, Nuuk.

Ísland er eina erlenda ríkið sem hefur sendiskrifstofu í Grænlandi en í Nuuk eru einnig starfandi kjörræðismenn fyrir nokkur ríki.

Verkefni skrifstofunnar er að auka samskipti og vináttu á milli nágrannalandanna Grænlands og Íslands, að veita Íslendingum á Grænlandi borgaraþjónustu og að stuðla að aukinni verslun og viðskiptum á milli landanna. Ennfremur að kynna Ísland og íslenska menningu fyrir Grænlendingum.

Aðalræðisskrifstofunni er einnig ætlað að hafa samstarf við grænlensk stjórnvöld á þeim sviðum sem heyra undir sjálfstjórn Grænlands og vinna að sameiginlegum málefnum á sviði norðurslóðasamstarfs og vestnorrænnar samvinnu.

Aðalræðisskrifstofa Íslands í Nuuk

Heimilisfang

Hans Egedesvej 9
3900, Nuuk

Sími: +299 348 380

Netfang 

icecon.nuuk[hjá]utn.stjr.is

Afgreiðsla virka daga frá kl. 09:00 - 16:00

Aðalræðisskrifstofa Íslands í NuukFacebook hlekkur
NafnStarfsheitiNetfang
Rie Nielsenaðstoðarmaður[email protected]
Skafti Jónssonaðalræðismaður[email protected]

Aðalræðismaður

Skafti Jónsson

MA í alþjóðasamskiptum

Starfsferill:

1979 –1986: blaðamaður í Reykjavík

1987 –1995: Rauði kross Íslands, upplýsingafulltrúi og aðstoðarframkvæmdastjóri

1995 –1997: Iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti

1997 –1999: Námsleyfi

1999……...: Utanríkisráðuneyti

  • 2011 - 2005: sendiráð Osló, sendiráðsritari og sendiráðunautur
  • 2006 - 2008: forstöðumaður sendiráðs í Malaví
  • 2011 - 2014: staðgengill sendiherra í Washington DC
  • 2014 - 2015: lánaður til UNDP í Palestínu
  • 2017...........: aðalræðisamaður Íslands í Nuuk

Inn á milli störf á alþjóðaskrifstofu, skrifstofu þróunarsamvinnu og viðskiptaskrifstofu ráðuneytisins.

Kvæntur Kristínu Þorsteinsdóttur, útgefanda. Börn: Jón Skaftason, forstjóri, og Ólöf Skaftadóttir, ritstjóri.

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn


Veldu tungumál

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira