Hoppa yfir valmynd

Menning og listir

Sendiskrifstofur Íslands gegna mikilvægu hlutverki á sviði menningar.  Aðalræðisskrifstofan gætir lögum samkvæmt menningarhagsmuna Íslands erlendis, miðlar og fræðir um íslenskan menningararf og samtímamenningu, skipuleggur menningarviðburði gjarnan í samstarfi við menningarstofnanir og kynningarmiðstöðvar,  styður við viðskiptatækifæri á sviði skapandi greina, er bakhjarl listafólks og annarra fulltrúa íslensks menningarlífs, kemur á tengslum og miðlar upplýsingum um listviðburði á heimasíðu og samfélagsmiðlum.

Aðalræðisskrifstofan byggir starfsemi sína á árlegum menningaráætlunum en verkefni spretta upp árið um kring og leitast aðalræðisskrifstofan við að koma upplýsingum á framfæri eða styðja við með öðrum hætti.  Aðalræðisskrifstofan hefur ekki yfir sjóði að ráða til stuðnings menningarviðburðum en getur stutt við þá með ýmsum öðrum hætti.  Menningarstarf aðalræðisskrifstofunnar er fjármagnað af utanríkisráðuneyti og mennta- og menningarmálaráðuneyti, opinberum og hálfopinerum stofnunum og fyrirtækjum, íslenskum og erlendum.

Öllum er velkomið að hafa samband við aðalræðisskrifstofuna til að fá frekari upplýsingar eða þjónustu. Nánari upplýsingar á ensku á sviði menningar og lista á Íslandi er að finna á hlekknum Arts & Culture hér fyrir neðan.

 

Styrktarsjóðir

á sviði menningarmála, m.a. sem veita ferðastyrki

Tenglar

Arts & Culture (listir og menning á enskum vef utanríkisráðuneytisins)

Íslendingabók

Listahátíð í Reykjavík

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum