Hoppa yfir valmynd
27. september 2017

Alþingiskosningar 2017: Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hafin

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna alþingiskosninga 28. október 2017 er hafin í sendiráði Íslands í Washington DC.

Tekið er á móti kjósendum á eftirfarandi tímum:
Alla virka daga frá klukkan 9:30 til 15:30
Og eftir samkomulagi.

Kjósendur eru beðnir að framvísa íslenskum persónuskilríkjum með mynd.


Einnig verður hægt að kjósa hjá ræðismönnum Íslands. Sjá nánari upplýsingar utankjörfundaratkvæðagreiðslu hjá ræðismönnum Íslands í Bandaríkjunum neðst á síðunni.

Gert er ráð fyrir að kjósendur kynni sér sjálfir hverjir eru í framboði og hvaða listabókstafir eru notaðir. Stjórnmálaflokkar hafa til 13. október til að skila framboðslistum til kjörnefndar og verða upplýsingar birtar um þá í kjölfarið. Hagnýtar upplýsingar um kosningarnar verða birtar á www.kosning.is.

Athugið að kjósandi annast sjálfur og kostar sendingu atkvæðisbréfs síns. Kjörstjóri kemur þó bréfinu í póst sé þess óskað svo fremi sem greitt hafi verið fyrir sendingarkostnaðinn. Bréfið þarf að berast til viðkomandi kjörstjórnar á Íslandi fyrir eða í síðasta lagi laugardaginn 28. október. Síðasti dagur til að kjósa í sendiráðinu er föstudagurinn 27. október.

Þeir Íslendingar sem hafa búið erlendis lengur en frá 1. desember 2008 og ekki eru á kjörskrá þurfa að sækja sérstaklega um að þeir verði teknir á kjörskrá. Umsókn þarf að hafa borist Þjóðskrá í síðasta lagi 11. október 2017. Eyðublað vegna þessa má nálgast hér.

Ákvörðun um að vera tekinn á kjörskrá gildir í fjögur ár frá 1. desember eftir að umókn var lögð fram.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum