Hoppa yfir valmynd
22. febrúar 2018

Páskamessa og páskaeggjabingó í London

Páskamessa íslenska safnaðarins í London verður haldin sunnudaginn 11. mars kl. 16:00 í sænsku kirkjunni. Hið geysivinsæla páskaeggjabingó verður haldið eftir messuna í safnaðarheimili kirkjunnar en allur ágóði rennur í kórsjóð íslenska kórsins. Einnig verða páskaegg til sölu.

Sérstakt barnapáskaeggjabingó verður haldið fyrir börn, sem stýrt verður af Rebekku Magnúsdóttur, umsjónarmanni sunnudagaskólans.

Safnaðarnefnd hvetur gesti til að mæta með góðgæti á kaffihlaðborðið eftir messu.

Sr. Sigurður Arnarson þjónar fyrir altari
Helgi Rafn Ingvarsson stjórnar íslenska kórnum í London
Einleikari: Helen Whitaker
Organisti: Iestyn Evans

Staðsetning:
Swedish Church
6 Harcourt Street
London W1H 4AG

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira