Hoppa yfir valmynd

Frétt

1. mars 2018 Sendiráð Íslands í Kaupmannahöfn

Sýningaropnun á verkum Önnu Þ. Guðjónsdóttur

Anna Þ. Guðjónsdóttir listamaður - mynd

Sýningin "Þegar birtan fær form" með málverkum eftir Önnu Þ. Guðjónsdóttur, opnar í anddyri sendiráðsins í dag.

Á sýningunni verða 10 málverk sem öll hafa eiginleika ljóss og skugga að megin viðfangsefni. Sýningin er hluti af dagskrá sendiráðsins í tilefni af aldarafmæli fullveldis Íslands og verður opnuð í anddyri sendiráðs Íslands kl 16:30 í dag. Sýningin stendur yfir til 18. maí 2018 og hægt er að berja hana augum á opnunartíma sendiráðsins á milli kl 9-16 alla virka daga. 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira