Hoppa yfir valmynd

Frétt

27. september 2018 Fastanefnd Íslands í Róm

Trúnaðarbréf afhent hjá Matvælaáætluninni

David Beasley og Stefán Jón Hafstein - mynd

Fastafulltrúi Íslands í Róm, Stefán Jón Hafstein, afhendir David Beasley aðalframkvæmdastjóra Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna (World Food Program, WFP) trúnaðarbréf. Þeir áttu við það tækifæri ítarlegar samræður um stofnanir SÞ í Róm og starfsemi WFP.

Ísland hefur gert fastan framlagssamning við Matvælaáætlunina (World Food Program) og leggur auk þess til sérfræðiaðstoð eftir því sem óskað er eftir.  Samstarf við WFP er einnig í þeim Afríkuríkjum sem Ísland veitir tvíhliða aðstoð.

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira