Hoppa yfir valmynd

Frétt

13. desember 2018 Aðalræðisskrifstofa Íslands í Winnipeg

Vel heppnuð fullveldismóttaka í Winnipeg

Frá vinstri: Jason Stefanson, Þórður Bjarni Guðjónsson aðalræðismaður, Heather Stefanson, varaforsætisráðherra og ráðherra fjölskyldumál í Manitoba, og Brian Bowman, borgarstjóri Winnipeg. - myndUtanríkisráðuneytið

Aðalræðismaður Íslands í Winnipeg hélt fullveldismóttöku 1. desember þar sem boðið var gestum úr samfélagi fólks af íslenskum uppruna, úr viðskiptum og stjórnmálum, ásamt öðrum vinum og samstarfsfólki skrifstofunnar.

Að loknu ávarpi aðalræðismanns flutti Davíð Gíslason, bóndi og skáld tölu og greindi frá heimsókn sinn til Íslands í sumar, en hann var sérstakur gestur alþingis á hátíðarfundinum á Þingvöllum 18. júlí sl.

Þá söng kvennakórinn Sólskríkjan, sem að mestu er skipaður konum af íslenskum ættum lög á bæði íslensku og ensku fyrir gesti.

Frú Heather Stefanson, varaforsætisráðherra Manitoba og ráðherra fjölskyldumála, mætti ásamt eiginmanni.  Þá voru einnig á meðal gesta Derek Johnson, þingmaður á fylkisþingi Manitoba, og eiginkona hans, Doug Eyjolfson,  sem situr á kanadíska þjóðþinginu fyrir Manitoba í Ottawa, borgarstjórinn í Winnipeg, Brian Bowman, ásamt öldundardeildarþingkonunni, Pat Bovey, og Janis G. Johnson, fyrrverandiöldungardeildarþingkonu frá Manitoba. Of langt væri að telja upp alla þá góðu gesti sem heiðruðu okkur Íslendinga með nærveru sinni en þeir voru tæplega eitt hundrað á hundrað ára afmælinu. 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira