Hoppa yfir valmynd
1. febrúar 2019

Kristín A. Árnadóttir afhendir landsstjóra Nýja-Sjálands trúnaðarbréf sem sendiherra Íslands

31. janúar sl. afhenti Kristín A. Árnadóttir frú Dame Patsy Reddy, landsstjóra Nýja-Sjálands, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands gagnvart Nýja-Sjálandi, með aðsetur í Reykjavík. Á fundi með landsstjóranum, Grant Robertson, fjármálaráðherra Nýja-Sjálands, og ýmsum sérfræðingum var rætt um samskipti ríkjanna og sameiginleg hagsmunamál. Góð samvinna er á sviði jarðhita, sjávarútvegs og ferðamála og horfa Íslendingar gjarnan til þeirra leiða sem þróaðar hafa verið á Nýja-Sjálandi. Má nefna að þar hefur náðst mikill árangur í verndun náttúruauðlinda á sama tíma og ferðamannastraumur eykst stöðugt. Með Kristínu í för var ræðismaður Íslands á Nýja-Sjálandi, Geiri Pétursson skipstjóri.
  • Kristín A. Árnadóttir afhendir landsstjóra Nýja-Sjálands trúnaðarbréf sem sendiherra Íslands - mynd úr myndasafni númer 1

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum