Hoppa yfir valmynd

Frétt

22. febrúar 2019 Heimasendiherrar

Opnun Nordic Innovation House i Singapúr

Á föstudaginn (22. febrúar 2019) var haldið upp á formlega opnun Nordic Innovation House í Singapúr. Sigríður Snævarr verðandi sendiherra Íslands í Singapúr er hér ásamt sendiherrum Svíþjóðar, Noregs og Finnlands. Ystir sitt hvorum megin eru aðalræðumennirnir á opnuninni, þeir Svein Berg sem veitir Innovation Norden forstöðu og Janil Puthuchery, ráðherra úr ríkisstjórn Singapúr.

Aðspurð sagði Sigríður að viðburðurinn hafi verið einkar vel heppnaður „Á ljósmyndinni sjást uppréttar hendur að taka myndir en ekki sést hve vel var mætt, ekki síst var ungt fólk áberandi. Starfsemin lofar góðu, en Norðurlöndin eru mjög vinsæl í Singapúr. Nokkur íslensk fyrirtæki hafa nú þegar lýst áhuga á að taka þátt. Takið eftir hvíta tjaldinu fyrir aftan okkur. Hvað ætli verði komið á hvíta tjaldið í framtíðinni?“

Ljósmyndari er Elsa Ævarsdóttir sem búið hefur í Singapúr í fimm ár, ásamt fjölskyldu sinni, Árna Alvari Arasyni hjá Össuri og börnum.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira