Hoppa yfir valmynd
27. febrúar 2019 Utanríkisráðuneytið

Afhending trúnaðarbréfs í Úganda

Unnur Orradóttir Ramette afhenti Yoweri Museveni, forseta Úganda, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands í landinu þann 22. febrúar sl. 

Eftir athöfnina ræddu þau samskipti landanna á sviði þróunarsamvinnu, jafnréttis,-og mannréttindamál og stjórnmál í A-Afríku og hvernig mætti auka tvíhliða viðskipti landanna.

Ísland starfrækir sendiráð í höfuðborginni Kampala en auk Úganda eru umdæmisríki Djíboutí, Eþíópía, Kenía, Namibía og Malaví. Sendiherra er jafnframt fastafulltrúi Íslands gagnvart Afríkusambandinu og Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna. 

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira