Hoppa yfir valmynd
8. mars 2019

Jafnréttisdagur í sendiráðinu í Berlín

Sendiráð Íslands í Berlín stóð fyrir jafnréttisdegi í gær í tilefni af Alþjóðadegi kvenna. Dagurinn hófst með árlegri jafnréttisráðstefnu norrænu sendiráðanna, sem bar í ár yfirskriftina ,,Vertu breytingin: Virkjum karlmenn og drengi í jafnréttisbaráttunni.” Norðurlöndin hafa sameiginlega staðið fyrir svokölluðum „Frauenfrühstück” í Berlín síðan 2005 og að þessu sinni sóttu um 100 manns ráðstefnuna. 

Í framsöguerindi sínu sagði Eliza Reid, forsetafrú, að margir litu á Íslendinga sem fyrirmynd í jafnréttismálum og því væri ábyrgð Íslands rík. Það væri mjög ánægjulegt en hún lagði einnig áherslu á að þrátt fyrir góðan árangur á þessu sviði væri enn verk að vinna, svo sem útrýming launamisréttis. Í þessu samhengi nefndi Eliza einnig að hún væri oft spurð að því hver passaði drengina þegar hún ferðaðist til útlanda en á sama tíma þyrfti eiginmaður hennar sjaldnast að svara slíkum spurningum.

Fjörugar pallborðsumræður áttu sér stað en í þeim tóku eftirfarandi þátt:
Heikki Valkama frá finnska ríkissjónvarpinu og stjórnandi 50/50 verkefnisins, sem hefur það að markmiði að stuðla að jöfnu hlutfalli karla og kvenna í fjölmiðlum.
Kristin Lund, norskur liðsforingi sem var fyrsta konan til að stýra friðargæsluliði á vegum Sameinuðu þjóðanna. 
Martin Speer, rithöfundur, femínisti og HeforShe sendiherra á vegum landsnefndar UNWomen í Þýskalandi. 
Hans Bonde, prófessor við Kaupmannahafnarháskóla.
Kristín A. Árnadóttir, sendiherra jafnréttismála. 

Auk þess ræddu Bettina Metz og Snædís Baldursdóttir, frá landsnefndum UNWomen Þýskalands og Íslands, um Barbershop ,,verkfærakistuna”.  Hún hefur verið þýdd á þýsku og þegar gefið góða raun.

Martin Eyjólfsson, sendiherra, setti ráðstefnuna fyrir hönd Norðurlandanna og lagði meðal annars áherslu á virka þátttöku karlmanna og drengja í jafnréttisbaráttunni.

Um kvöldið var haldinn tengslaviðburður í sendiráðsbústaðnum undir yfirskriftinni „Saumaklúbbur” þar sem forsetafrú Þýskalands Elke Büdenbender og frú Eliza Reid voru heiðursgestir. Viðburðinn sóttu yfir 120 íslenskar og þýskar konur úr viðskiptum, stjórnmálum og menningarlífi. 

Þetta er þriðja árið í röð sem sendiráðið í Berlín býður til saumaklúbbs í tilefni af Alþjóðadegi kvenna með það að markmiði að skapa og efla tengsl. 

„Eitt af því sem stuðlað hefur að þeim árangri sem náðst hefur í jafnréttismálum á Íslandi er sterkt tengslanet íslenskra kvenna og þar eiga saumklúbbarnir sinn þátt. Þeir hafa verið dýrmætur hluti af íslenskri kvennamenningu í gegnum tíðina og hreyfiafl breytinga – og svo er enn,” sagði Eva Þengilsdóttir, eiginkona sendiherra, meðal annars þegar hún bauð gesti velkomna.

Frú Eliza Reid ræddi í ávarpi sínu um íslenska jafnréttisbaráttu og rifjaði í því samhengi upp mikilvægi Kvennafrídagsins 1975 og kjör Vigdísar Finnbogadóttur.

Þá nutu gestir tónlistargjörnings listahópsins Magneu, myndlistarkonurnar Margét Rós Harðardóttir og Jónína Mjöll Þormóðsdóttir kynntu eigin verk, auk þess sem íslenskur matur að hætti Friðriks Sigurðssonar matreiðslumeistara var á boðstólum. 

 
 • Jafnréttisdagur í sendiráðinu í Berlín - mynd úr myndasafni númer 1
 • Jafnréttisdagur í sendiráðinu í Berlín - mynd úr myndasafni númer 2
 • Jafnréttisdagur í sendiráðinu í Berlín - mynd úr myndasafni númer 3
 • Jafnréttisdagur í sendiráðinu í Berlín - mynd úr myndasafni númer 4
 • Jafnréttisdagur í sendiráðinu í Berlín - mynd úr myndasafni númer 5
 • Jafnréttisdagur í sendiráðinu í Berlín - mynd úr myndasafni númer 6
 • Jafnréttisdagur í sendiráðinu í Berlín - mynd úr myndasafni númer 7
 • Jafnréttisdagur í sendiráðinu í Berlín - mynd úr myndasafni númer 8
 • Jafnréttisdagur í sendiráðinu í Berlín - mynd úr myndasafni númer 9
 • Jafnréttisdagur í sendiráðinu í Berlín - mynd úr myndasafni númer 10
 • Jafnréttisdagur í sendiráðinu í Berlín - mynd úr myndasafni númer 11
 • Jafnréttisdagur í sendiráðinu í Berlín - mynd úr myndasafni númer 12
 • Jafnréttisdagur í sendiráðinu í Berlín - mynd úr myndasafni númer 13
 • Jafnréttisdagur í sendiráðinu í Berlín - mynd úr myndasafni númer 14
 • Jafnréttisdagur í sendiráðinu í Berlín - mynd úr myndasafni númer 15

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira