Hoppa yfir valmynd
11. apríl 2019

Pallborðsumræður um jafnrétti og útrýmingu launamisréttis

Í gærkvöldi, þann 10. apríl, stóð sendiráð Íslands í Washington DC fyrir pallborðsumræðum um jafnrétti, í samstarfi við samtökin Institute for Education, sem bar yfirskriftina „Gender Equity – Equal Pay – How do we get there?“.

Geir H. Haarde sendiherra hélt opnunarávarp og Hreinn Pálsson starfsmaður sendiráðsins sá um fundarstjórn. Áhugaverðar pallborðsumræður áttu sér stað en í þeim tóku þátt tveir fulltrúar frá Íslandi og tveir frá Bandaríkjunum með bakgrunn úr menntamálum, mannauðstjórnun, fjölmiðlum og tæknigeiranum, þau Margrét Pála Ólafsdóttir, frumkvöðull, stofnandi Hjallastefnunnar og uppeldis- og menntafræðingur, Drífa Sigurðardóttir sérfræðingur á sviði mannauðsstjórnunar, Shane Green, framkvæmdastjóri og frumkvöðull í tæknigeiranum og athafnakonan Nina Easton stofnandi og eigandi SellersEaston Media, fyrrverandi blaðamaður og álitsgjafi.

Fjallað var um stöðu jafnréttismála í báðum löndum og dæmi gefin um aðgerðir sem hafa gagnast til að rétta stöðu kvenna og karla og útrýmingu launamisréttis. Meðal þess sem bar á góma var menningarleg áhrif og viðhorf í samfélaginu, gen, valdefling og mikilvægi þátttöku fjölskyldunnar allrar í barnauppeldinu. Margrét Pála lagði áherslu á að þrátt fyrir að Ísland sé efst á lista þjóða í jafnréttismálum þá væri enn verk að vinna og nefndi sem dæmi að konur væru enn í miklum minnihluta í stjórnum fyrirtækja á Íslandi. Þá fjallaði hún um mikilvægi þess að vinna með drengjum og stúlkum frá unga aldri til að ná árangri í jafnréttismálum.

  • Pallborðsumræður um jafnrétti og útrýmingu launamisréttis  - mynd úr myndasafni númer 1
  • Pallborðsumræður um jafnrétti og útrýmingu launamisréttis  - mynd úr myndasafni númer 2

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum