Hoppa yfir valmynd
12. apríl 2019

Starf staðarráðins móttökufulltrúa við sendiráð Íslands í Kaupmannahöfn er laust til umsóknar

Sendiráð Íslands í Kaupmannahöfn sinnir samskiptum Íslands og Danmerkur og er auk þess sendiráð gagnvart Búlgaríu, Rúmeníu og Tyrklandi. 

Starf staðarráðins móttökufulltrúa við sendiráðið er laust til umsóknar. 

Helstu verkefni 
·  Almenn skrifstofu- og þjónustustörf, einkum svörun fyrirspurna, afgreiðsla vegabréfaumsókna, símsvörun og móttaka gesta.
·  Borgaraþjónusta við Íslendinga í Danmörku og öðrum umdæmislöndum sendiráðsins.
·  Upplýsingagjöf á vefsíðu og samfélagsmiðlum sendiráðsins.
·  Aðstoð við viðburði á vegum sendiráðsins og tengd verkefni.
·  Önnur tilfallandi verkefni, þ.m.t. akstur, umsjón viðhaldsverkefna og minniháttar viðhaldsvinna.

Unnið er náið með utanríkisráðuneytinu, og eftir atvikum öðrum sendiráðum, opinberum stofnunum á Íslandi og kjörræðismönnum Íslands. Samskipti eru við opinberar stofnanir í Danmörku og öðrum umdæmislöndum sendiráðsins. 

Menntunar- og hæfniskröfur
·  Reynsla af skrifstofu- og þjónustustörfum. 
   Menntun sem nýtist í starfi
·  Rík þjónustulund og lipurð í mannlegum samskiptum.
·  Mjög gott vald á íslensku og dönsku í ræðu og riti, ásamt góðri enskukunnáttu.
·  Mjög góð tölvu- og ritvinnslukunnátta s.s. Word, Excel og Power Point.
·  Staðgóð þekking á stofnunum, menningu og samfélagi Danmerkur og Íslands.
·  Almenn ökuréttindi. 

Leitað er að einstaklingi sem er nákvæmur, skipulagður og getur unnið undir álagi. Viðkomandi þarf að hafa hreint sakavottorð. Starfskjör taka mið af einstaklingsbundnum ráðningarsamningi og dönsku vinnumarkaðsumhverfi. 

Æskilegt er að viðkomandi hefji störf ekki síðar en 15. júlí 2019. 

Frekari upplýsingar veitir Marta Jónsdóttir, varamaður sendiherra, í síma +45 3318 1055 eða um netfangið [email protected].

Umsóknir á íslensku, ásamt ferilskrá, sendist á netfangið [email protected] eigi síðar en 15. maí 2019. 
Öllum umsóknum verður svarað þegar ráðning liggur fyrir.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum