Hoppa yfir valmynd
10. maí 2019

Viðskiptatækifæri í Slóvakíu kynnt

Viðskiptatækifæri í Slóvakíu, samstarfsáætlun Uppbyggingarsjóðs EES þar í landi og reynslusaga frá Marel voru meðal liða á dagskrá kynningarfundar hjá Íslandsstofu í morgun.

Í tilefni af komu viðskiptasendinefndar tæknifyrirtækja frá Slóvakíu til landsins var blásið til kynningarfundar hjá Íslandsstofu um tækifæri í viðskiptum landanna í millum. Töluverð gróska hefur verið í viðskiptum landanna í millum auk þess sem fjöldi íslenskra háskólanema stundar núorðið nám í Slóvakíu sem mælist vel fyrir.

Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, opnaði fundinn en í erindi sínu lagði hann út af viðskiptum sem og sambandi Íslands og Slóvakíu í millum í gegnum tíðina. Því næst tók Denisa Frelichová, sendiherra Slóvakíu gagnvart Noregi og Íslandi, til máls. Kynningar frá báðum löndum, m.a. á sviði ferðaþjónustu og helstu útflutningsgreina fylgdu í kjölfarið. Þá kynnti Magnar Ødelien , frá Innovation Norway, styrki Uppbyggingarsjóðs EES í tengslum við samstarfssáætlun sjóðsins í Slóvakíu. Þá sagði Ingólfur Þór Ágústsson, framkvæmdastjóri framleiðslu hjá Marel hf., af reynslu fyrirtækisins í Slóvakíu þar sem það rekur stóra starfsstöð.

Um var að ræða samstarfsverkefni Íslandsstofu, utanríkisráðuneytisins og sendiráðs Slóvakíu í Osló, Íslandsstofu og Slovak Investment and Development Agency (SARIO). Fundarstjóri var Þórður Ibsen, sendiherra Íslands gagnvart Slóvakíu.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum