Hoppa yfir valmynd

Frétt

16. maí 2019 Sendiráð Íslands í Osló

Staða staðarráðins viðskiptafulltrúa við sendiráð Íslands í Osló laus til umsóknar

Noregur er eitt af mikilvægustu viðskiptalöndum Íslands og nema vöru- og þjónustuviðskipti ríkjanna um 165 milljörðum króna. Sendiráð Íslands í Osló sinnir viðskiptaþjónustu við íslenska og norska aðila og starfar með Íslandsstofu að því að efla enn frekar viðskipatengsl ríkjanna. Sendiráðið er auk þess sendiráð gagnvart Egyptalandi, Grikklandi, Íran og Pakistan. 

Staða staðarráðins viðskiptafulltrúa við sendiráðið er laus frá 1. ágúst 2019.

Helstu verkefni

 • Viðskiptaþjónusta á sviði markaðsmála, fjárfestinga, tollamála og við myndun viðskiptasambanda.
 • Greiningar og skýrslugjöf um efnahags- og viðskiptahagsmuni Íslands í Noregi.
 • Kynning á Íslandi sem ferðamannalandi, aðstoð við íslenska ferðamálaðila, þátttaka í ferðakaupstefnum og fundum alþjóðlegra kynningaskrifstofa.
 • Samstarf við Norsk-íslenska viðskiptaráðið.
 • Upplýsingamiðlun á heimasíðu og samfélagsmiðlum.
 • Aðkoma að öðrum kynningarverkefnum í gistiríkinu og umdæmislöndum.
 • Þjónusta við viðskiptavini sendiráðsins.
 • Viðskiptafulltrúi vinnur náið með viðskiptaskrifstofu utanríkisráðuneytisins og Íslandsstofu að framgangi verkefna.

  Menntunar- og hæfniskröfur

 • Háskólagráða á meistarastigi sem nýtist í starfi.
 • Góð þekking á íslensku og norsku viðskiptalífi og viðskiptaumhverfi, opinberum stofnunum, menningu og samfélagi.
 • Æskileg er 3-5 ára reynsla sem nýtist í starfi.
 • Gott vald á íslensku, norsku og ensku í ræðu og riti.
 • Góð tölvukunnátta og ritvinnsla s.s. Word og Excel.

Við bjóðum

 • Fjölbreytt verkefni og spennandi viðfangsefni.
 • Lifandi og alþjóðlegt starfsumhverfi.
 • Vinnustað í hjarta Oslóar.

Leitað er að einstaklingi sem hefur ríka þjónustulund, tekur frumkvæði og er lipur í mannlegum samskiptum, er nákvæmur, vinnur vel undir álagi og gengur skipulega til verks.

- - -

Um starfskjör staðarráðins viðskiptafulltrúa fer samkvæmt norskum reglum.

Frekari upplýsingar veitir Karí Jónsdóttir í síma +47 2323 7530. Einnig má senda fyrirspurnir á netfangið [email protected].

Umsóknir á íslensku eða norsku ásamt ferilskrá skulu berast á netfangið [email protected] í síðasta lagi 7. júní 2019.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ráðning liggur fyrir.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira