Hoppa yfir valmynd
28. maí 2019

Orka og jarðvarmi til umræðu á fundi Efnahags- og umhverfisvíddar ÖSE í Bratislava, 27. mai 2019.

Endurnýjanlega orkugjafa bar hátt í umræðum í Bratislava 27. maí sl. á 2. undirbúningsfundi fyrir efnahags- og umhverfisvettvang ÖSE í haust. Yfirskriftin var: “Stuðningur við efnahagslegar framfarir og öryggi á ÖSE-svæðinu með orkumálasamvinnu, nýrri tækni, góðri stjórnun og samskiptum í stafrænum heimi”. Guðni Bragason fastafulltrúi í Vínarborg hvatti til aukinnar notkunar endurnýjanlegra orkugjafa, einkanlega jarðvarmaorku, og stuðnings við 7. heimsmarkmiðið um orku. Minntist hann einnig á mikilvægi einkafjármagns í sjálfbærri þróun og samstarf við fjölþjóðstofnanir, sem vinna að orkumálum, svo sem IRENA og Global Geothermal Alliance, SE4ALL og Alþjóðabankann. 

Ávarp fastafulltrúa, 27. maí 2019.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum